,,Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum niðurlægðir á heimavelli," sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur eftir að liðið steinlá 5-0 á heimavelli gegn KV í 1. deildinni í kvöld.
,,Það voru viðvörunabjöllur sem hringdu í vikunni þegar við spiluðum á móti Fjarðabyggð og menn voru greinilega ekki búnir að jafna sig eftir það í dag og því fór sem fór. Þetta var hræðilegt."
Aaron Spear fékk rauða spjaldið eftir tæplega klukkutíma leik fyrir ljóta tæklingu.
,,Það var klárlega rautt spjald, heimskulegt rautt spjald. Það sýndi agaleysið sem var innan liðsins. Á þeim tímapunkti var staðan 1-0 og við hefðum getað gert einhverja hluti en þetta var klárlega rautt spjald."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir