„Núna átti Omar Sowe að fjúka útaf. Gefur Brynjari Hlöðvers svakalegt olnbogaskot í andlitið og Binni steinliggur. Dómararnir virðast þó ekki hafa séð neitt. Þetta var algerlega galið hjá Omari. Stálheppinn að hanga inná," skrifaði Þorsteinn Haukur Harðarson í textalýsingu frá leik Leiknis og Breiðabliks á sunnudag.
Atvikið gerðist á 57. mínútu, þegar öll þrjú mörk leiksins höfðu verið skoruð. Sóknarmaður Breiðabliks var stálheppinn að vera ekki sendur í sturtu.
Atvikið gerðist á 57. mínútu, þegar öll þrjú mörk leiksins höfðu verið skoruð. Sóknarmaður Breiðabliks var stálheppinn að vera ekki sendur í sturtu.
„Binni Hlö fer í grasið eftir samskipti við Omar Sowe. Þetta var ekki í fyrsta skipti í leiknum sem Brynjar fór í grasið svo maður tók því með fyrirvara," segir Sverrir Mar Smárason í Innkastinu.
„Þegar maður fór að skoða þetta aftur í sjónvarpinu þá hefði Omar átt að fá rautt spjald og nokkurra leikja bann. Hann gefur honum fast olnbogaskot upp úr engu."
„Það er virkilega ljótt að sjá svona. Þetta er eitthvað sem maður vill ekki sjá í okkar fallega íslenska fótbolta," segir Baldvin Már Borgarson í þættinum.
„Omar er tekinn svo út af strax við næsta tækifæri. Ég tók viðtal við Óskar eftir leik og spurði hvort þeir hefðu verið meðvitaðir um þetta. Hann sagði svo ekki vera en mér fannst eins og þeir höfðu horft á þetta. Omar var líka með gult," segir Sverrir.
Athugasemdir