Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 31. maí 2022 09:03
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool og Man Utd berjast um Nunez - Richarlison eftirsóttur
Powerade
Darwin Nunez gæti spilað á Englandi á næsta tímabili
Darwin Nunez gæti spilað á Englandi á næsta tímabili
Mynd: EPA
Richarlison gæti farið til Lundúna
Richarlison gæti farið til Lundúna
Mynd: Getty Images
Sadio Mané hefur ekki tjáð Liverpool að hann vilji fara
Sadio Mané hefur ekki tjáð Liverpool að hann vilji fara
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakka dagsins en það er mikið af áhugaverðum molum á þessum fína þriðjudegi.

Manchester United hefur opnað viðræður við Jurrien Timber (20), varnarmann Ajax, en hann er metinn á 43 milljónir punda. (Guardian)

Senegalski framherjinn Sadio Mané (30), hefur ekki tjáð Liverpool að hann vilji yfirgefa félagið en hann hefur verið orðaður við Bayern München síðustu daga. (Sky Sports)

Darwin Nunez (22), framherji Benfica, hefur fundað með nokkrum félögum í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool, Manchester United og Newcastle United hafa öll áhuga á honum. (Football Transfers)

Manchester City er að skoða það að fá spænska vinstri bakvörðinn Marc Cucurella (23) frá Brighton í sumar. Þá vill félagið einnig fá Kalvin Phillips (26), miðjumann Leeds. (Telegraph)

Brasilíski framherjinn Richarlison (25) er að íhuga framtíð sína hjá Everton en Chelsea, Tottenham og Arsenal hafa öll sýnt honum áhuga síðustu vikur. (Mail)

Romelu Lukaku (29), framherji Chelsea, ætlar að ræða við félagið um framtíð sína nú þegar Todd Boehly hefur fest kaup á því fyrir 4,25 milljarða punda. (Times)

West Ham er reiðubúið að selja franska varnarmanninn Issa Diop (25) en hann er nú fjórði kostur í vörnina undir David Moyes. (Standard)

Englandsmeistarar Manchester City eru að fylgjast með Ben Nelson (18), leikmanni Leicester City. (Mail)

Real Madrid ætlar nú að gera atlögu að því að fá Aurelien Tchouameni (22) frá Mónakó en félagið mun leggja fram tilboð sem nemur 68 milljónum punda. (Foot Mercato)

Tchouameni hefur samþykkt fimm ára samning við Real Madrid og á því aðeins eftir að komast að samkomulagi um kaupverð. (Marca)

Neymar (30), leikmaður Paris Saint-Germain, ætlar að vera áfram hjá félaginu. (Canal+)

Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, vonast til landa Paulo Dybala (28) á frjálsri sölu frá Juventus í næsta mánuði. (Goal)

Spænska félagið Sevilla hefur skráð sig í kapphlaupið um Harry Winks (26), miðjumann Tottenham Hotspur. (Sun)

Willian (33), fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea, vill yfirgefa Corinthians í Brasilíu og snúa aftur til Evrópu. (Fabrizio Romano)

Cheick Doucoure (22), leikmaður Lens í Frakklandi, er efstur á óskalista Patrick Vieira hjá Crystal Palace. (Telegraph)

Spænska félagið Barcelona vill losa sig við danska framherjann Martin Braithwaite (30) í sumar en hann er þó ekki sannfærður og vill vera áfram. (Mundo Deportivo)

Nottingham Forest vill halda Djed Spence (21) áfram hjá félaginu en hann var á láni frá Middlesbrough á tímabilinu sem var að klárast. Arsenal, Brentford og Tottenham eru einnig áhugasöm en Spence hjálpaði Forest að komast upp í ensku úrvalsdieldina á dögunum. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner