Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. maí 2022 15:58
Brynjar Ingi Erluson
Saka Patrik um svindl í Noregi - „Þetta lítur ekki vel út"
Patrik Sigurður Gunnarsson
Patrik Sigurður Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Viking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er sakaður um svindl í norska fjölmiðlinum Aftenbladet í dag en hann er sagður minnka markið fyrir leiki Viking í norsku úrvalsdeildinni.

Aftenbladet er með myndir og myndband sem sýnir hvernig Patrik minnka markið á heimaleikjum Viking um 15-20 sentimetra.

„Þetta er bara hjátrú sem ég er með fyrir leiki. Mér líður betur þegar ég geri þetta og það er ekkert meira en það. Ég sparka bara aðeins í stangirnar. Þetta var ekki ætlun mín," sagði Patrik við Aftenbladet.

„Ég geri það öfuga við þetta í seinni hálfleik. Það er líka hjátrú, sumir markverðir hoppa upp í slána og sumir hoppa eða taka skref til hliðar."

Patrik hefur gert þetta í síðustu tveimur heimaleikjum gegn Jerv og Hamkam og gerir þetta eftir að aðstoðardómari leiksins er búinn að skoða markið.

Hann segir þetta ekki vera svindl og að markið sé nákvæmlega þar sem það á að vera en myndir sýna þó að svo er ekki.

„Nei, markið er þar sem það á að vera. Þetta er bara eitthvað sem þú ert að segja mér núna. Eins og ég sagði þá er þetta bara hjátrú og vani. Ég færi ekki stangirnar viljandi og reyni að minnka markið. Það er í verkahring dómarans að athuga að allt sé í lagi en takk fyrir að láta okkur vita af þessu," sagði hann ennfremur.

„Nei, ég ætla ekki að gera það ef þetta er staðan. Ég verð að sjá þetta sjálfur og tala við dómarann um það hvort ég eigi að hætta þessari hjátrú eða ekki. Þeir hafa ekki sagt neitt ennþá og þess vegna hef ég ekkert pælt í þessu."

„Á sumum völlum eru stangirnar fastar við jörðina, eins og í Drammen. Þó svo ég sparki í stangirnar þá hreyfast þær ekki og þannig er það í Molde. Það er ekki þanni hjá okkar og því færast þær,"
sagði hann í lokin.

Þetta lítur ekki vel út

Erik Nevland, yfirmaður íþróttamála hjá Viking, segir að þetta líti alls ekki vel út

„Þetta kom mér á óvart. Þetta er ekki gott en það er erfitt fyrir mig að segja meira um þetta."

„Ég veit ekki hvernig lítur út en ég get sagt það að þetta lítur ekki vel út. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hjátrú en hann getur ekki haldið áfram að gera þetta ef þetta breytir stærð marksins. Það gengur ekki."

„Núna þegar við vitum af þessu þá verð ég að segja ykkur að þetta er ekki í lagi. Það er ekkert annað sem ég get sagt. Við verðum að hætta þessu strax en eins og ég sagði ég hef aldrei heyrt af þessu áður. Ef við hefðum vitað af þessu þá hefðum við sagt að þetta væri ekki í lagi,"
sagði Nevland.


Athugasemdir
banner
banner
banner