Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   fös 31. maí 2024 22:23
Anton Freyr Jónsson
Leiknir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra „Vitum hvað þarf til að breyta henni"
Lengjudeildin
Fúsi var svekktur eftir leikinn í kvöld
Fúsi var svekktur eftir leikinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er mjög svekktur. Þetta var mjög lokaður leikur, lítið um færi hjá báðum liðum og þeir skora frambært mark úr kyrrstöðu fyrir utan teig og setja hann upp í samskeyti og það var munurinn á liðunum í dag." sagði Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis eftir tapið gegn Aftureldingu á Domusnovavellinum í kvöld


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Afturelding

Við settum hann í slánna í seinni hálfleik og fengum svo annað gott færi eftir það og boltinn fór ekki inn hjá okkur en inn hjá þeim annars var leikurinn mjög lokaður."

„Bæði lið geta spilað betur, völlurinn náttúrulega mjög blautur og svolítið þungur, þetta var svolítið taktískur leikur, bæði lið vildu vinna og þetta féll þeirra megin í dag. Það var gríðarlega þungt högg að fá þetta mark á sig afþví við vorum búnir að vera verja markið okkar vel fram að því."

Í stöðunni 0-0 í kvöld fékk Leiknis aukaspyrnu fyrir utan teig þar sem Sindri Björnsson setti boltann í slánna og niður og er lítið að falla með Leiknismönnum fyrstu fjórar umferðir deildarinnar 

,,Það er bara því miður þannig, við erum bæði sjálfum okkur verstir og síðan falla hlutirnir ekki alveg með okkur. Fyrir ári síðan vorum við í nákvæmlega sömu málum og þekkjum þessar aðstæður mjög vel, vitum alveg nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að breyta henni þannig það er bara undir okkur komið að gera það og við erum sem betur fer að spila strax aftur á Miðvikudaginn við Keflavík, við höfum þá tækifæri til að gera betur og vinna þá."


Athugasemdir
banner
banner