Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 31. maí 2024 22:23
Anton Freyr Jónsson
Leiknir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra „Vitum hvað þarf til að breyta henni"
Lengjudeildin
Fúsi var svekktur eftir leikinn í kvöld
Fúsi var svekktur eftir leikinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er mjög svekktur. Þetta var mjög lokaður leikur, lítið um færi hjá báðum liðum og þeir skora frambært mark úr kyrrstöðu fyrir utan teig og setja hann upp í samskeyti og það var munurinn á liðunum í dag." sagði Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis eftir tapið gegn Aftureldingu á Domusnovavellinum í kvöld


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Afturelding

Við settum hann í slánna í seinni hálfleik og fengum svo annað gott færi eftir það og boltinn fór ekki inn hjá okkur en inn hjá þeim annars var leikurinn mjög lokaður."

„Bæði lið geta spilað betur, völlurinn náttúrulega mjög blautur og svolítið þungur, þetta var svolítið taktískur leikur, bæði lið vildu vinna og þetta féll þeirra megin í dag. Það var gríðarlega þungt högg að fá þetta mark á sig afþví við vorum búnir að vera verja markið okkar vel fram að því."

Í stöðunni 0-0 í kvöld fékk Leiknis aukaspyrnu fyrir utan teig þar sem Sindri Björnsson setti boltann í slánna og niður og er lítið að falla með Leiknismönnum fyrstu fjórar umferðir deildarinnar 

,,Það er bara því miður þannig, við erum bæði sjálfum okkur verstir og síðan falla hlutirnir ekki alveg með okkur. Fyrir ári síðan vorum við í nákvæmlega sömu málum og þekkjum þessar aðstæður mjög vel, vitum alveg nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að breyta henni þannig það er bara undir okkur komið að gera það og við erum sem betur fer að spila strax aftur á Miðvikudaginn við Keflavík, við höfum þá tækifæri til að gera betur og vinna þá."


Athugasemdir
banner