Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 31. maí 2024 22:23
Anton Freyr Jónsson
Leiknir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra „Vitum hvað þarf til að breyta henni"
Lengjudeildin
Fúsi var svekktur eftir leikinn í kvöld
Fúsi var svekktur eftir leikinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er mjög svekktur. Þetta var mjög lokaður leikur, lítið um færi hjá báðum liðum og þeir skora frambært mark úr kyrrstöðu fyrir utan teig og setja hann upp í samskeyti og það var munurinn á liðunum í dag." sagði Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis eftir tapið gegn Aftureldingu á Domusnovavellinum í kvöld


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Afturelding

Við settum hann í slánna í seinni hálfleik og fengum svo annað gott færi eftir það og boltinn fór ekki inn hjá okkur en inn hjá þeim annars var leikurinn mjög lokaður."

„Bæði lið geta spilað betur, völlurinn náttúrulega mjög blautur og svolítið þungur, þetta var svolítið taktískur leikur, bæði lið vildu vinna og þetta féll þeirra megin í dag. Það var gríðarlega þungt högg að fá þetta mark á sig afþví við vorum búnir að vera verja markið okkar vel fram að því."

Í stöðunni 0-0 í kvöld fékk Leiknis aukaspyrnu fyrir utan teig þar sem Sindri Björnsson setti boltann í slánna og niður og er lítið að falla með Leiknismönnum fyrstu fjórar umferðir deildarinnar 

,,Það er bara því miður þannig, við erum bæði sjálfum okkur verstir og síðan falla hlutirnir ekki alveg með okkur. Fyrir ári síðan vorum við í nákvæmlega sömu málum og þekkjum þessar aðstæður mjög vel, vitum alveg nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að breyta henni þannig það er bara undir okkur komið að gera það og við erum sem betur fer að spila strax aftur á Miðvikudaginn við Keflavík, við höfum þá tækifæri til að gera betur og vinna þá."


Athugasemdir
banner
banner