Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 31. maí 2024 22:23
Anton Freyr Jónsson
Leiknir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra „Vitum hvað þarf til að breyta henni"
Lengjudeildin
Fúsi var svekktur eftir leikinn í kvöld
Fúsi var svekktur eftir leikinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er mjög svekktur. Þetta var mjög lokaður leikur, lítið um færi hjá báðum liðum og þeir skora frambært mark úr kyrrstöðu fyrir utan teig og setja hann upp í samskeyti og það var munurinn á liðunum í dag." sagði Vigfús Arnar Jósefsson þjálfari Leiknis eftir tapið gegn Aftureldingu á Domusnovavellinum í kvöld


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Afturelding

Við settum hann í slánna í seinni hálfleik og fengum svo annað gott færi eftir það og boltinn fór ekki inn hjá okkur en inn hjá þeim annars var leikurinn mjög lokaður."

„Bæði lið geta spilað betur, völlurinn náttúrulega mjög blautur og svolítið þungur, þetta var svolítið taktískur leikur, bæði lið vildu vinna og þetta féll þeirra megin í dag. Það var gríðarlega þungt högg að fá þetta mark á sig afþví við vorum búnir að vera verja markið okkar vel fram að því."

Í stöðunni 0-0 í kvöld fékk Leiknis aukaspyrnu fyrir utan teig þar sem Sindri Björnsson setti boltann í slánna og niður og er lítið að falla með Leiknismönnum fyrstu fjórar umferðir deildarinnar 

,,Það er bara því miður þannig, við erum bæði sjálfum okkur verstir og síðan falla hlutirnir ekki alveg með okkur. Fyrir ári síðan vorum við í nákvæmlega sömu málum og þekkjum þessar aðstæður mjög vel, vitum alveg nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að breyta henni þannig það er bara undir okkur komið að gera það og við erum sem betur fer að spila strax aftur á Miðvikudaginn við Keflavík, við höfum þá tækifæri til að gera betur og vinna þá."


Athugasemdir
banner
banner
banner