Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
banner
   mán 31. júlí 2017 22:06
Matthías Freyr Matthíasson
Kiddi Jóns: Besta í stöðunni að taka 5 mánaða samning
Mynd: Fótbolti.net
„Mér fannst leikurinn spilast nokkurnveginn eins og Milos lagði upp með. Við vorum meira með boltann kannski og þeir lágu meira til baka og sóttu hratt á okkur. Við vorum kannski klaufar í fyrri hálfleik að nýta ekki stöðuna betur og síðasta sending kannski svolítið að klikka" sagði Kristinn Jónsson leikmaður Breiðabliks sem kom aftur til félagsins úr atvinnumennsku nú á dögunum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Já ég á smá í land með að ná upp leikformi. Ég er ekki búinn að spila mikið upp á síðkastið þannig að ég held að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá þjálfarnum að taka mig útaf á þessum tímapunkti.

Í rauninni er það ekki eitthvað endilega stefnan hjá mér að fara aftur í atvinnumennsku. Það besta í stöðunni var að taka 5 mánaða samning af því að Milos er með 5 mánaða samning líka og ég veit ekki hvað gerist í Janúar hjá fleiri strákum í liðinu. Þannig að ég held að það hafi verið ágætis lending fyrir Blikana og fyrir mig að hafa það þannig"


Nánar er rætt við Kidda í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner