Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   mán 31. júlí 2017 22:06
Matthías Freyr Matthíasson
Kiddi Jóns: Besta í stöðunni að taka 5 mánaða samning
Mynd: Fótbolti.net
„Mér fannst leikurinn spilast nokkurnveginn eins og Milos lagði upp með. Við vorum meira með boltann kannski og þeir lágu meira til baka og sóttu hratt á okkur. Við vorum kannski klaufar í fyrri hálfleik að nýta ekki stöðuna betur og síðasta sending kannski svolítið að klikka" sagði Kristinn Jónsson leikmaður Breiðabliks sem kom aftur til félagsins úr atvinnumennsku nú á dögunum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Já ég á smá í land með að ná upp leikformi. Ég er ekki búinn að spila mikið upp á síðkastið þannig að ég held að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá þjálfarnum að taka mig útaf á þessum tímapunkti.

Í rauninni er það ekki eitthvað endilega stefnan hjá mér að fara aftur í atvinnumennsku. Það besta í stöðunni var að taka 5 mánaða samning af því að Milos er með 5 mánaða samning líka og ég veit ekki hvað gerist í Janúar hjá fleiri strákum í liðinu. Þannig að ég held að það hafi verið ágætis lending fyrir Blikana og fyrir mig að hafa það þannig"


Nánar er rætt við Kidda í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner