Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 31. júlí 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp um gagnrýnina á Nunez: Algjör brandari
Mynd: EPA

Darwin Nunez, nýr leikmaður Liverpool, kom inná sem varamaður í leiknum gegn Manchester City um Samfélagsskjöldinn í gær.


Hann skoraði mark sem gulltryggði Liverpool 3-1 sigur í leiknum en hann hafði fengið gagnrýni á undirbúningstímabilinu fyrir að vera ekki nógu góður fyrir framan markið.

„Í fyrstu leikjunum á undirbúningstímabilinu vorum við ekki nálægt því að vera í jafn góðu formi og í dag og þá sendum við á hann til að elta boltann og í þriðja skiptið var hann alveg búinn á því og allir gagnrýndu hann útaf fyrstu snertingunni og fleira," sagði Klopp eftir leikinn í gær.

„Það er algjör brandari en við verðum að lifa við þetta, hann mun díla vel við þetta. Við erum þolinmóðir og við vitum að hann getur gert góða hluti."

Liverpool spilar síðasta æfingaleik sinn í dag þegar liðið mætir franska liðinu Strasbourg á Anfield. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni er síðan um næstu helgi gegn nýliðum Fulham á Craven Cottage.


Athugasemdir
banner