Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 31. júlí 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristall átti skilið hvíld - „Þjónaði engum tilgangi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristall Máni Ingason hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Víking en hann heldur nú út til Noregs og gengur til liðs við Rosenborg.


Víkingur gerði 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í gær. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var til viðtals við Fótbolta.net eftir leikinn. Hann sagði frá því að það hafi verið ljóst fljótlega eftir Evrópuleikinn í Wales að hann væri búinn að spila sinn síðasta leik.

„Það þjónaði engum tilgangi að hafa hann með í þessum leik. Hann þarf tíma til að undirbúa sína brottferla. Ég hef sjálfur verið í þessari stöðu, við tókum þá ákvörðun að gefa honum hvíld, hann átti það skilið og þá mætir hann ferskur til nýrra vinnuveitenda og stendur sig vel þar," sagði Arnar.

Rosenborg er í 4. sæti efstu deildarinnar í Noregi þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Efsta sætið fer í Meistaradeildina en 2.-3. sæti fara í Sambandsdeildina.


Arnar hrósar Stjörnunni: Flest lið hefðu gefist upp
Athugasemdir
banner
banner
banner