Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Forsetinn neitar að tala við liðsfélaga Harðar og Sverris
Mynd: EPA
Giannis Alafouzos, forseti gríska félagsins Panathinaikos, hefur engan áhuga á því að funda með Fotis Ioannidis, framherja félagsins, en leikmaðurinn vill komast frá klúbbnum í glugganum.

Ioanndis er ein af framtíðarstjörnum Grikklands og sprakk út á síðustu leiktíð er hann skoraði 23 mörk og gaf 9 stoðsendingar í 44 leikjum.

Áður hafði hann verið í aukahlutverki en frammistaða hans á síðasta tímabili hefur ekki farið framhjá stærri liðum í Evrópu.

Það er þó einn hængur á þessu máli en forseti félagsins neitar að funda með Ioannidis. Þetta segir portúgalski miðillinn A Bola.

Hann hefur engan áhuga á því að ræða brottför hans. Ioannidis er sagður hafa sýnt mikla þolinmæði til þessa, en hún er þó að renna á þrotum.

Ipswich Town, Lille og Sporting eru öll sögð áhugasöm um gríska framherjann.

Landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason eru á mála hjá Panathinaikos sem varð grískur bikarmeistari á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner