Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 31. júlí 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Fékk ekki þær mínútur sem hann vildi hjá HK - „Miklu skemmtilegra að spila í Bestu"
Gekk í raðir ÍA í síðustu viku.
Gekk í raðir ÍA í síðustu viku.
Mynd: ÍA
'Mér fannst ég ekki fá nógu miklar útskýringar'
'Mér fannst ég ekki fá nógu miklar útskýringar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann þekkir mig mjög vel og mér fannst geggjað að koma inn og hafa hann sem þjálfara'
'Hann þekkir mig mjög vel og mér fannst geggjað að koma inn og hafa hann sem þjálfara'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er auðvitað erfitt að fara frá uppeldisfélaginu, en ég var ekki fá mínúturnar sem ég vildi og fannst ég eiga skilið'
'Það er auðvitað erfitt að fara frá uppeldisfélaginu, en ég var ekki fá mínúturnar sem ég vildi og fannst ég eiga skilið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Fyrst og fremst er mikilvægast að liðinu gangi vel, og ég ætla að gera mitt allra besta til að liðið nái sínum markmiðum'
'Fyrst og fremst er mikilvægast að liðinu gangi vel, og ég ætla að gera mitt allra besta til að liðið nái sínum markmiðum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Breki Burknason var í síðustu viku keyptur til ÍA frá uppeldisfélaginu HK. Birnir, sem er fæddur árið 2006, skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2029. Hann ræddi við Fótbolta.net um félagaskiptin.

„Það voru einhverjir möguleikar fyrir tímabilið, en það varð ekkert úr því. Svo kom núna upp áhugi aftur þegar glugginn var að opna aftur núna. Þetta gerðist frekar hratt, ég fékk símtal, sagt að það væri áhugi og mér leist vel á það," segir Birnir.

„Það er auðvitað erfitt að fara frá uppeldisfélaginu, en ég var ekki fá mínúturnar sem ég vildi og fannst ég eiga skilið. Svo er auðvitað spennandi að fara í ÍA, á Akranes og spila í Bestu deildinni."

„Ég talaði við Ingimar Elí framkvæmdastjóra ÍA í aðdragandanum, fyrst þurfti ÍA að heyra í HK og fá leyfi til að tala við mig. Svo heyrði ég í Lárusi Orra eftir að tilboðið var samþykkt. Það var áhugi frá einhverjum félögum heyrði ég, en mér leist best á ÍA."


Fékk ekki nægilega miklar útskýringar á takmörkuðu hlutverki
Átti Birnir einhver samtöl við Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK, um hlutverkið sitt í liðinu? Fékk hann útskýringar á takmörkuðu hlutverki?

„Mér fannst ég ekki fá nógu miklar útskýringar, en það er bara eins og það er."

Birnir spilaði ekkert með HK gegn Þór í lokaleiknum fyrir félagaskiptin. „Ég var búinn að eiga samtal við Hemma um að ég væri líklega að skipta, við ræddum ekkert um að ég myndi ekki spila, en ég var ekkert endilega að búast við því að spila, því þetta var að verða frágengið, var komið frekar langt."

Áhugi bæði innanlands og erlendis
Varstu nálægt því að fara frá HK fyrir tímabilið?

„Ég hugsaði það, en mér leist vel á planið hjá HK, stefnan var að fara beint upp og þannig er hún ennþá. Svo vildi ég fara núna upp á Skaga. Það var bæði, eitthvað innanlands og erlendis, en það sem var erlendis var ekki endilega nógu spennandi svo ég færi þangað."

Birnir var orðaður við Víking í vetur, var hann nálægt því að fara þangað.

„Ég veit ekkert um það, það var áhugi, en það fór ekkert lengra en það held ég."

Geggjað að hafa Ómar sem þjálfara
Eins og Birnir segir er hann uppalinn hjá HK. Hvernig var að koma inn í meistaraflokk HK tímabilið 2023?

„Það var geggjað, spilaði fyrir Ómar sem ég hef þekkt frá því ég var sex ára. Hann hjálpaði mér mjög mikið í gegnum þetta allt. Hann þjálfaði mig frá því ég var sex ára upp í 4. eða 5. flokk. Hann var auðvitað ákveðnari við mann í meistaraflokksboltanum, þar eru meiri kröfur, sem er bara gott. Hann þekkir mig mjög vel og mér fannst geggjað að koma inn og hafa hann sem þjálfara."

Birnir er kantmaður, tilbúinn að spila báðu megin, en hefur spilað meira hægra megin að undanförnu. „Ég vil spila framarlega á vellinum, helst á köntunum. Ég er tilbúinn að spila báðu megin, fer bara eftir því hvort þjálfarinn vilji að ég gefi meira fyrir eða fari inn á völlinn og skjóti."

Fyrsta markmið að liðið haldi sér uppi
Hvert er markmiðið með ÍA?

„Markmiðið er auðvitað að safna eins mörgum stigum og hægt er, fyrst og fremst að halda liðinu upp. Mér finnst ÍA vera alltof gott lið til að vera í fallsæti."

„Mitt persónulega markmið er að reyna komast inn í liðið, skora og leggja upp; hjálpa liðinu. Fyrst og fremst er mikilvægast að liðinu gangi vel, og ég ætla að gera mitt allra besta til að liðið nái sínum markmiðum."


ÍA hefur verið í hléi þar sem liðið spilaði ekki leik í rúmar tvær vikur. „Það var viku pása, ég er núna búinn að mæta á tvær æfingar og líst mjög vel á þetta. Hópurinn er geggjaður, skemmtilegt lið, þjálfarinn er mjög góður og allt þjálfarateymið. Aðstaðan er flott, lítur allt mjög vel út."

Allt betra í Bestu deildinni
„Ég er 35 mínútur að keyra upp á Skaga sem er ekkert vesen, mér finnst ekkert leiðinlegt að keyra, hlusta bara á podcöst og eitthvað."

„Það er alveg gæðamunur að spila í Bestu deildinni og Lengjudeildinni. Mér finnst miklu skemmtilegra að spila í Bestu deildinni, miklu meira spennandi, það er ekki eins mikil umfjöllun í Lengjudeildinni og eiginlega allt betra í Bestu deildinni,"
segir Birnir.
Athugasemdir
banner
banner