Birnir Breki Burknason er genginn í raðir ÍA sem kaupir hann frá uppeldisfélaginu HK. Birnir Breki er skapandi leikmaður sem fæddur árið 2006. Hann gerir fjögurra og hálfs árs samning við ÍA, samningurinn gildi út 2029.
Hann er annar leikmaðurinn sem ÍA fær í glugganum því áður hafði Jonas Gemmer komið frá Danmörku.
Birnir Breki á að baki þrjá leiki fyrir U19 ára landsliðið, fór á reynslu til Hammarby í vetur og Víkingur sýndi honum áhuga. Hann hefur skorað fimm mörk í 44 leikjum í deild og bikar á ferlinum, þrjú þeirra komu í Bestu deildinni í fyrra og tvö í Lengjudeildinni á þessu tímabili.
ÍA, sem er á botni Bestu deildarinnar, spilar ekki leik á næstunni, næsti skráði leikur er gegn Val þriðjudaginn 5. ágúst.
Hann er annar leikmaðurinn sem ÍA fær í glugganum því áður hafði Jonas Gemmer komið frá Danmörku.
Birnir Breki á að baki þrjá leiki fyrir U19 ára landsliðið, fór á reynslu til Hammarby í vetur og Víkingur sýndi honum áhuga. Hann hefur skorað fimm mörk í 44 leikjum í deild og bikar á ferlinum, þrjú þeirra komu í Bestu deildinni í fyrra og tvö í Lengjudeildinni á þessu tímabili.
ÍA, sem er á botni Bestu deildarinnar, spilar ekki leik á næstunni, næsti skráði leikur er gegn Val þriðjudaginn 5. ágúst.
Úr tilkynningu ÍA
Birnir Breki er ungur og spennandi kantmaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á undanförnum misserum og bætist nú í öflugan leikmannahóp ÍA.
Það er mikið gleðiefni fyrir félagið að Birnir Breki hafi ákveðið að stíga næstu skref í sínum ferli á Akranesi.
Hann mun styrkja liðið í þeirri baráttu sem framundan er á þessu tímabili og passar frábærlega inn í langtímastefnu félagsins.
Knattspyrnufélag ÍA býður Birni Breka hjartanlega velkominn til félagsins.
Athugasemdir