Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 31. ágúst 2021 14:06
Brynjar Ingi Erluson
Mohamed Ihattaren til Juventus (Staðfest) - Lánaður til Sampdoria
Mohamed Ihattaren er mættur til Juve
Mohamed Ihattaren er mættur til Juve
Mynd: Juventus
Ítalska félagið Juventus er búið að ganga frá kaupum á Mohamed Ittharen frá PSV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Juventus í dag en hann verður á láni hjá Sampdoria út leiktíðina.

Ihattaren er 19 ára gamall og einn efnilegasti leikmaður Hollands en hann á ekki leið aftur inn í lið PSV.

Viðhorfsvandamál hafa orðið til þess að Roger Schmidt, þjálfari PSV, ákvað að taka hann úr aðalliðshópnum.

Juventus gekk í dag frá kaupum á Ihattaren og gerir hann fimm ára samning við félagið. Hann verður lánaður til Sampdoria út þessa leiktíð.

Hann á 70 leiki að baki fyrir PSV og níu mörk en mun nú reyna fyrir sér á Ítalíu.
Athugasemdir