Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   fim 31. ágúst 2023 20:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Yeoman í rússíbana: Eitthvað sem enginn klúbbur á Íslandi hefur gert
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Já, 32 Evrópuleikjum síðar hvern hefði grunað það. Tilfinningin er ótrúleg, beint eftir leik er maður í einhverjum rússíbana og erfitt að ná utan um þetta allt. Afrekið er frábært og upplifunin einstök. Þetta er svipað og maður hefur upplifað í úrslitaleikjum. Þetta er óraunverulegt og maður nær betur utan um þetta einvhern tímann seinna," sagði Andri Rafn Yeoman, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Struga í kvöld.

Breiðablik er komið í riðlakeppni í Evrópu fyrst karlaliði á Íslandi. Það varð ljóst með sigrinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FC Struga

„Á leikdegi hugsar maður milljón þúsund hugsanir og sú sterkasta var að það yrði andskoti gott að fá mark snemma. Það getur verið 'tricky' að vera yfir fyrir leik, þú veist að þú sért yfir en vilt ekki spila eins og þú sért yfir. Það gat ekki verið betri byrjun á leiknum. Ég hefði alveg viljað 1-2 mörk í viðbót, en þetta var nóg."

Andri sagði einfaldlega „nei" þegar hann var spurður hvort að riðlakeppni í Evrópu hefði verið raunhæfur möguleiki. „Það er stutta svarið, ég hef heldur ekki leitt hugann að því. Með komu Sambandsdeildarinnar er þetta orðinn raunhæfur möguleiki og ég hef bullandi trú á þessu verkefni sem er í gangi hér. Að vinna forkeppnina og Shamrock leggur grunninn að þessu. Ferðalagið hingað var langt, geggjað, strembið, ömurlegt og allt þar á milli: algjör rússíbani."

Andri lék sinn fyrsta Evrópuleik 2010 og er nú kominn með 32. „Ég sá það alls ekki fyrir," sagði Andri og hló. „En ég kem inn í Breiðablik á frábærum tíma þegar Óli Kristjáns er hérna og er að búa til og móta lið. Við vinnum bikarmeistaratitil og er strax farin að spila Evrópuleik. Maður verður reynslunni ríkari, hef lent ansi illa í því með liðinu og svo hefur gengið vel. Maður tekur lærdóm úr þessu öllu, hvort sem það eru sigrar eða töp, allt sett saman og vonandi skilar þetta einhverju að lokum. Það er það sem er að gerast."

„Ég treysti mér ekki til að raða þessu á einhvern lista, en ég held þetta sé klárlega þarna uppi með þessum stóru afrekum og náttúrulega eitthvað sem enginn klúbbur á Íslandi hefur gert. Augljóslega er þetta risaafrek."

„Ég er stoltur, liðinu, umgjörðinni, öll þessi ár, öll töpin, öll vonbrigðin, allar ákvarðanirnar sem þurfti að taka."


Dvölin á Ítalíu lengdi ferilinn
Undirritaður lét kannski Andra hljóma í viðtalinu eldri en hann er í raun. Hann er fæddur 1992 og er því á 31. aldursári. Gæti þess vegna átt helling eftir. Hann er mikill reynslubolti sem fer ekki mikið fyrir í fjölmiðlum. Hefur hann verið nálægt því að hætta á síðustu árum?

„Ég veit það ekki. Ég fór í nám til Ítalíu í tvo vetra, ég er ekkert að ljúga neinu þegar ég segi að það hafi lengt fótboltaferilinn. Að komast í annað umhverfi lætur mann kunna enn meira að meta þetta. Þegar þú ferð að þroskast og sérð hversu litlu máli íþróttir skipta en geta skipt svo miklu máli á einhverjum augnablikum. Þú tekur lærdóm úr þessu, maður nálgast þetta á 1000 mismunandi vega í gegnum ferilinn," sagði Andri.

„Mikið hefði verið gaman að mæta Brighton," sagði Andri og brosti. Hann er stuðningsmaður Brighton. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner