Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 31. ágúst 2024 18:41
Anton Freyr Jónsson
Óli Hrannar: Spiluðum bara fínan leik við erfiðar aðstæður
Lengjudeildin
Óli Hrannar, þjálfari Leiknis
Óli Hrannar, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Við spiluðum bara fínan leik við erfiðar aðstæður. Það er hægt að velta fyrir sér afhverju við skoruðum ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum þar sem við fengum 5-6 virkilega góð færi til að skora, lendum svo undir, þeir komast örugglega tvisvar inn í teiginn hjá okkur og skora úr því en bara karakter hjá strákunum að halda áfram að stýra leiknum og sigla þessu bara heim." sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis Reykjavík eftir 2-1 sigurinn á Dalvík/Reyni á Domusnovavellinum í Breiðholti í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Dalvík/Reynir

„Mörkin breyta leikjum eins og maðurinn sagði. Það var gott að ná inn jöfnunarmarkinu áður en við förum inn í hálfleik, þá er brekkan alveg jafn jöfn því við fórum inn í þennan leik til þess að vinna hann og ég er mest ánægður með það."

Leiknir Reykjavík lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum en var svo á móti vindi í síðari hálfleik. 

„Ég átti von á Dalvíkingum aðeins ofar á völlinn og myndu pressa meira á okkur maður á mann en gerðu það ekki þannig við höfðum meira pláss til að spila boltanum og strákarnir gerðu það mjög vel."

Viðtalið við Óla Hrannar í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Óli ræðir um síðustu tvær umferðir deildarinnar. 
Athugasemdir
banner