29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 31. ágúst 2024 18:41
Anton Freyr Jónsson
Óli Hrannar: Spiluðum bara fínan leik við erfiðar aðstæður
Lengjudeildin
Óli Hrannar, þjálfari Leiknis
Óli Hrannar, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Við spiluðum bara fínan leik við erfiðar aðstæður. Það er hægt að velta fyrir sér afhverju við skoruðum ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum þar sem við fengum 5-6 virkilega góð færi til að skora, lendum svo undir, þeir komast örugglega tvisvar inn í teiginn hjá okkur og skora úr því en bara karakter hjá strákunum að halda áfram að stýra leiknum og sigla þessu bara heim." sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis Reykjavík eftir 2-1 sigurinn á Dalvík/Reyni á Domusnovavellinum í Breiðholti í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Dalvík/Reynir

„Mörkin breyta leikjum eins og maðurinn sagði. Það var gott að ná inn jöfnunarmarkinu áður en við förum inn í hálfleik, þá er brekkan alveg jafn jöfn því við fórum inn í þennan leik til þess að vinna hann og ég er mest ánægður með það."

Leiknir Reykjavík lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum en var svo á móti vindi í síðari hálfleik. 

„Ég átti von á Dalvíkingum aðeins ofar á völlinn og myndu pressa meira á okkur maður á mann en gerðu það ekki þannig við höfðum meira pláss til að spila boltanum og strákarnir gerðu það mjög vel."

Viðtalið við Óla Hrannar í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Óli ræðir um síðustu tvær umferðir deildarinnar. 
Athugasemdir
banner
banner