Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
   lau 31. ágúst 2024 18:41
Anton Freyr Jónsson
Óli Hrannar: Spiluðum bara fínan leik við erfiðar aðstæður
Lengjudeildin
Óli Hrannar, þjálfari Leiknis
Óli Hrannar, þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Við spiluðum bara fínan leik við erfiðar aðstæður. Það er hægt að velta fyrir sér afhverju við skoruðum ekki fleiri mörk í fyrri hálfleiknum þar sem við fengum 5-6 virkilega góð færi til að skora, lendum svo undir, þeir komast örugglega tvisvar inn í teiginn hjá okkur og skora úr því en bara karakter hjá strákunum að halda áfram að stýra leiknum og sigla þessu bara heim." sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis Reykjavík eftir 2-1 sigurinn á Dalvík/Reyni á Domusnovavellinum í Breiðholti í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Dalvík/Reynir

„Mörkin breyta leikjum eins og maðurinn sagði. Það var gott að ná inn jöfnunarmarkinu áður en við förum inn í hálfleik, þá er brekkan alveg jafn jöfn því við fórum inn í þennan leik til þess að vinna hann og ég er mest ánægður með það."

Leiknir Reykjavík lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum en var svo á móti vindi í síðari hálfleik. 

„Ég átti von á Dalvíkingum aðeins ofar á völlinn og myndu pressa meira á okkur maður á mann en gerðu það ekki þannig við höfðum meira pláss til að spila boltanum og strákarnir gerðu það mjög vel."

Viðtalið við Óla Hrannar í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Óli ræðir um síðustu tvær umferðir deildarinnar. 
Athugasemdir
banner
banner