Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Áttum að klára leikinn miðað við yfirburðina
Mynd: EPA
Mikel Arteta var mjög svekktur eftiir tap Arsenal gegn Liverpool í stórleiknum á Anfield í kvöld.

Arsenal spilaði mjög góðan varnarleik og fékk tækifæri til að skora en Dominik Szoboszlai skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu.

„Ég er mjög svekktur með úrslitin. Við vorum með yfirburði að hluta til í leiknum. Það er mjög erfitt að gera hér á Anfield. Þeir sköpuðu ótrúlega töfrandi stund til að vinna leikinn," sagði Arteta.

„Þetta er munurinn, ef það er ekki Szoboszlai þá er það Salah eða einhver annar. Miðað við yfirburðina og hvernig við spiluðum þá er ljóst að við verðum að klára færin til að vinna."
Athugasemdir
banner