„Ég er ekkert fúll yfir því að taka stig á þessum velli á móti þessu liði," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Vestra á Ísafirði í dag.
Þessi úrslit þýða að KR á ekki möguleika á að enda í efstu sex sætunum fyrir tvískiptinguna.
Þessi úrslit þýða að KR á ekki möguleika á að enda í efstu sex sætunum fyrir tvískiptinguna.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 1 KR
„Auðvitað er maður pínu svekktur yfir því að nú er ljóst að við verðum í neðri hlutanum. VIð hefðum viljað eiga möguleika á því að spila okkur upp í efri hlutann."
„Ef maður tekur bara þessar 90 mínútur þá held ég að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit. Við vorum mikið meira með boltann en við náum ekki að opna þá þannig að við fáum eitthvað fyrir það," sagði Óskar.
Síðasti leikur KR fyrir tvískiptinguna er gegn Víkingi á Meistaravöllum þann 14. september.
„Hann leggst frábærlega í mig. Við spiluðum á móti Víkingi í Víkinni og þar fannst mér við vera betri aðilinn nær allan leikinn. Það er kominn tími til að breyta þeim yfirburðum í sigurleik. Það er gaman að spila á móti Víking, öflugt lið. Ég get ekki beðið eftir honum, því miður eru tvær vikur í hann þannig ég þarf aðeins að bíða."
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 20 | 9 | 6 | 5 | 36 - 31 | +5 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 20 | 5 | 1 | 14 | 20 - 42 | -22 | 16 |
Athugasemdir