Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „ Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 31. ágúst 2025 20:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Er stoltur af liðinu. Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur í ljósi þess að menn voru farnir að reikna með því að ÍBV myndi vinna. Þá setur það öðruvísi pressu á okkur og við stóðum undir því," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir sigur á ÍA í dag.

ÍBV spilaði með vindinn í bakið í fyrri hálfleik en ógnaði Skagamönnum ekki mikið.

„Uppsett atriði og annað sem við áttum að nýta betur í fyrri hálfleik. Þegar menn hugsa ÍBV þá eru við frábærir í uppsettum atriðum, frábærir í roki og allt þetta. Við erum betur spilandi lið en margir halda. Mér fannst við sýna það í fyrri hálfleik en það vantaði fleiri skot á markið."

„Mér fannst við töluvert betra liðið í fyrri hálfleik en mér fannst þeir gera áhlaup í seinni hálfleik. ÍA er stórveldi í íslenskum fótbolta þannig þú getur ekki ætlast til að þeir leggist niður í Eyjum. Þeir eru með frábæra leikmenn í liðinu sínu. Ef þú lest nöfnin á blaði þá finnst mér þeir vera með vel mannað lið. Þú getur ekkert slakað á hvorki á móti ÍA né á móti öðru liði í þessari deild."

ÍBV er komið í 6. sæti deildarinnar en liðið mætir Breiðabliki á Kópavogsvelli í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna þann 15. september. ÍBV hefur náð í mjög góð úrslit gegn efstu liðunum í deildinni í sumar.

„Ég sá einhverja tölfræði um daginn að við færum með eiginlega jafn mikið af stigum gegn efra skilti og neðra skilti. Unnum Víkinga í bikarnum líka. Við erum þannig lið að okkur finnst gaman að spila og mæla okkur við bestu liðin. Okkur hlakkar til að spila við Breiðablik, við berum mikla virðingu fyrir þeim."
Athugasemdir
banner