„Ég er rosalega svekktur, þetta er mjög pirrandi. Mín skoðun á seinna markinu er að ég er kominn með fullt grip á boltann þegar hann skallar hann í hendurnar á mér. Ég veit ekki hvað annað ég á að gera nema að detta í jörðina og öskra.“ sagði Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, eftir 2-1 tap gegn FH í dag.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 2 FH
„Engar. Ég spyr hann eftir leik afhverju var þetta ekki brot? Hann sagði bara mér fannst þetta ekki vera brot. Ég spyr hann aftur, afhverju var þetta ekki brot? Hann segir þá bara aftur að honum fannst þetta ekki vera brot. Ég veit ekki hvernig ég á að tala við hann um það. Þetta er búið að vera svona núna oft. Vítaspyrnan gegn KA og fyrsta markið gegn Val þar sem hann heldur mér eins og allir sjá. Stundum þarf maður bara smá heppni með sér og við erum bara ekki að fá hana.“
„Þetta er búið að gerast svo oft. Ég er í alvörunni að átta mig á því hvað þetta er að gerast oft, maður skilur þetta ekki alveg. Maður verður bara að halda áfram, eigum við að halda bara áfram og reyna að jafna leikinn og koma til baka? Maður þarf bara stundum hjálp líka.“
„Ég get náttúrulega ekki pælt í öðrum. Ég get bara pælt í því sem er að gerast hjá okkur og þetta er að gerast einum of oft. Óréttlátt gagnvart okkur. Ég ætla bara að detta niður í jörðina næst og öskra úr mér lungun til þess að kannski fá brotið.“
„Við þurfum að vinna í því að byrja leikina betur á heimavelli. Við þurfum að taka strax yfir leikina. Þetta er lykillinn á því ef við ætlum að halda okkur uppi í þessari deild og stíga upp. Það eru 6 leikir eftir, það er nóg af leikjum eftir til þess að redda þessu og halda okkur uppi.“
Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir