Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 20:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guehi: Sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér
Mynd: EPA
Marc Guehi, fyrirlði Crystal Palace, skoraði stórkostlegt mark í öruggum 3-0 sigri liðsins gegn Aston Villa í kvöld.

Guehi er sterklega orðaður við Liverpool en félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld. Guehi ræddi við Sky Sports eftir leikinn.

„Ég man ekki mikið eftir þessu. Þetta er liðsframmistaðan þegar maður skorar svona mörk. Liðið á hrós skilið," sagði Guehi.

Hann lagðist í jörðina fyrir framan stuðningsmenn liðsins þegar hann fagnaði markinu.

„Ég var þreyttur, var búinn að hlaupa svo mikið. Það er mikilvægt að vera auðmjúkur, við sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er frá Suður Lundúnum. Ólst upp hérna og hef verið fyrirliði liðsins frá unga aldri. Félagið hefur verið frábært fyrir mig og fjölskylduna. Það er ánægjulegt að spila fyrir þetta félag."

Hann tjáði sig um orðróminn í kringum hann. „Ég er ekki mikið fyrir sviðsljósið. Ég er ánægður að hafa gott félag og góða liðsfélaga í kringum mig. Þegar þú einbeitir þér af því mikilvæga, fótboltanum, er þetta mun auðveldara."
Athugasemdir
banner