Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 31. október 2020 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
Frændi Sheikh Mansour vill kaupa Derby
Wayne Rooney er á mála hjá Derby.
Wayne Rooney er á mála hjá Derby.
Mynd: Getty Images
Mel Morris gæti selt Derby County eftir fimm ár sem eigandi.
Mel Morris gæti selt Derby County eftir fimm ár sem eigandi.
Mynd: Getty Images
BBC greinir frá því að Derby County sé í viðræðum við Sheikh Khaled bin Zayed Al Nehayan um möguleg kaup á félaginu.

Sheikh Khaled er 62 ára gamall frændi Sheikh Mansour, eiganda Manchester City, og reyndi að kaupa Newcastle í fyrra en sú tilraun bar ekki árangur. Honum má þó ekki rugla við hinn ofurríka Mohammed bin Salman sem var næstum búinn að kaupa Newcastle í vor.

Khaled er kannski ekki jafn ríkur og Bin Salman en hann er partur af konungsfjölskyldunni í Abu Dhabi og leiddi fjárfestahóp sem bauð 2 milljarða punda til að kaupa Liverpool fyrir tveimur árum.

Mel Morris er núverandi eigandi Derby eftir að hafa keypt félagið fyrir fimm árum. BBC segir að samkomulag sé við það að nást en stjórn ensku neðri deildanna verði þó fyrst að samþykkja eigendaskiptin. Það skref klikkaði þegar Bin Salman reyndi að kaupa Newcastle í vor.

Derby hefur komist í umspil um sæti í úrvalsdeild þrisvar sinnum á síðustu fimm árum án þess þó að takast að komast aftur upp í deild þeirra bestu. Liðið hefur farið illa af stað í haust og er aðeins með 6 stig eftir 9 umferðir.

Þess má geta að Morris, sem varð ríkur þökk sé Candy Crush Saga, hefur legið undir rannsókn fyrir að svindla á fjármálaháttvísisreglum ensku neðrideildanna.

Derby var langt yfir því sem má eyða yfir þriggja ára tímabil og ákvað Morris því að kaupa heimavöll félagsins, Pride Park. Morris greiddi 80 milljónir punda fyrir völlinn til að geta staðist fjárlögin.

Þá skellti Derby alltof háu verðmati á marga leikmenn sína til að eiga auðveldara með að standast fjárlögin. Ensku neðrideildirnar ætluðu að refsa Derby fyrir þetta athæfi en félagið vann málið.

Stjórn neðrideildanna er búin að áfrýja og því er málinu hvergi nærri lokið.
Athugasemdir
banner
banner
banner