Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   lau 31. október 2020 16:28
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Alfreð kom inn og breytti leiknum
Dortmund og Bayern deila toppsætinu
Augsburg tók á móti Mainz í þýska boltanum í dag og var staðan 1-1 þegar Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum á 75. mínútu og breytti gangi leiksins.

Fimm mínútum eftir innkomuna barst sending að vítateigslínunni og skallaði Alfreð boltann niður til Andre Hahn sem tók forystuna fyrir Augsburg. Hahn innsiglaði svo verðskuldaðan sigur tíu mínútum síðar og urðu lokatölur 3-1.

Augsburg fer upp í fjórða sæti með sigrinum, þar er liðið með tíu stig eftir sex umferðir.

Augsburg 3 - 1 Mainz
1-0 Ruben Vargas ('40 )
1-1 Karim Onisiwo ('64 )
2-1 Andre Hahn ('80 )
3-1 Andre Hahn ('90 )

FC Bayern og Borussia Dortmund deila toppsæti deildarinnar og áttu bæði lið útileiki í dag.

Bayern heimsótti Köln og sigraði þökk sé mörkum frá Thomas Müller og Serge Gnabry.

Dortmund kíkti til Bielefeld og gerði Mats Hummels bæði mörk liðsins í 0-2 sigri.

Stórliðin tvö eru með fimmtán stig eftir sex umferðir og getur RB Leipzig hirt toppsætið með sigri gegn Borussia Mönchengladbach í lokaleik dagsins.

Eintracht Frankfurt gerði þá 1-1 jafntefli við Werder Bremen.

Koln 1 - 2 FC Bayern
0-1 Thomas Muller ('13 , víti)
0-2 Serge Gnabry ('45 )
1-2 Dominick Drexler ('83 )

Arminia Bielefeld 0 - 2 Borussia Dortmund
0-1 Mats Hummels ('53 )
0-2 Mats Hummels ('71 )

Eintracht Frankfurt 1 - 1 Werder Bremen
0-1 Josh Sargent ('52 )
1-1 Andre Silva ('65 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner