Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
banner
   þri 31. desember 2024 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Þórarinn Ingi hættur í fótbolta (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur lagt skóna á hilluna en hann greinir frá þessu á Facebook.

Þórarinn Ingi er 34 ára gamall og uppalinn í Vestmannaeyjum en hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2007 og spilaði þá tólf leiki í fyrstu deildinni en alls urðu leikir hans með uppeldisfélaginu 133 talsins í deild- og bikar.

Árið 2013 gekk hann í raðir norska félagsins Sarpsborg á láni frá ÍBV og lék þar í eitt og hálf ár áður en hann kom heim og samdi við FH-inga.

Hann varð Íslandsmeistari tvö ár í röð með FH-ingum þar sem hann lék 68 leiki í deild- og bikar tíma sínum þar.

Þórarinn gekk í raðir Stjörnunnar árið 2018 og varð bikarmeistari með liðinu það tímabilið og vann meistarar meistaranna árið á eftir.

Eyjamaðurinn kláraði feril sinn hjá Stjörnunni en hann spilaði tíu deildarleiki á síðustu leiktíð.

Alls spilaði hann 311 leiki og skoraði 30 mörk í öllum keppnum (fyrir utan deildabikar).

Þórarinn lék þá 4 A-landsleiki og fimmtán leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner