Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 27. mars 2011 14:24
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Ísfirðingarnir í FH sáu um Ísfirðinga
BÍ/Bolungarvík 1-5 FH
1-0 Alexander Veigar Þórarinsson ('2)
1-1 Matthías Vilhjálmsson ('20, víti)
1-2 Matthías Vilhjálmsson ('33)
1-3 Emil Pálsson ('77)
1-4 Gunnar Kristjánsson ('83, víti)
1-5 Gunnar Sigurðsson ('90, víti)

Ísfirðingarnir Matthías Vilhjálmsson og Emil Pálsson í FH sáu um sína gömlu félaga í BÍ/Bolungarvík í 1-5 sigri á Ásvöllum í dag.

Það voru reyndar BÍ/Bolungarvík sem komust yfir í leiknum því Alexander Veigar Þórarinssson skallaði boltann í netið strax á annarri mínútu.

Matthías Vilhjálmsson jafnaði svo metin á 20. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem hafði verið dæmd eftir að brotið var á honum sjálfum eftir góða sendingu Emils inn í teiginn á hann.

Matthías kom FH svo yfir á 33. mínútu með skalla eftir sendingu Atla Guðnasonar af hægri kanti og í síðari hálfleiknum skoraði Emil þriðja markið á samskonar hátt, með skalla eftir fyrirgjöf Jóns Ragnars Jónssonar af hægri.

Seint í leiknum sendi Emil aftur góða sendingu inn í teiginn á Matthías og á honum var brotið og aftur dæmd vítaspyrna. Fyrirliðinn Matthías valdi hinsvegar að klára ekki þrennuna og leyfði Gunnari Kristjánssyni að taka vítið og hann skoraði örugglega.

Gunnar Sigurðsson markvörður FH hafði verið hissa á að Matthías vildi ekki fullkomna þrennuna en þegar brotið var á Atla Guðnasyni á lokamínútunni kallaði Gunnar markvörður hinsvegar á Mattthías og spurði: ,,Má ég?" Hann fékk jákvætt svar og skoraði örugglega og staðan orðin 1-5 sem var lokastaðan í leiknum.

Fyrir leikinn var FH á toppi riðilsins en þeir enda með fullt hús stiga, 21 stig úr sjö leikjum og eru komnir í undanúrslit. BÍ/Bolungarvík er með 6 stig úr 5 leikjum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner
banner