Óskar Örn Hauksson var hetja KR í kvöld er hann tryggði þeim sigur í uppbótartíma og var Óskar að vonum sáttur með það.
,,Já þetta var tæpt og bara gott úr því sem komið var að ná marki þarna inn á lokamínútunni. Það sýnir svona ákveðinn karakter, " sagði Óskar í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
,,Þetta var örugglega ekkert skemmtilegasti leikurinn sem menn hafa séð, boltinn var meira og minna upp í lofti og útaf vellinum. Liðin virtust ráða illa við þennan vind "
Nánar er rætt við Óskar í sjónvarpinu hér að ofan