Brynjólfur Willumsson fer frábærlega af stað í hollensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Hann hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum en þrjár umferðir eru liðnar af deildinni.
Brynjólfur skoraði bæði mörk síns liðs í 2-1 sigri gegn Heerenveen fyrir rúmri viku og í gær skoraði hann í leik gegn PSV Eindhoven. Það mark dugði þó skammt fyrir hans lið þar sem PSV sigraði 4-2.
Hér má sjá mark Brynjólfs í gær:
Hér má svo sjá svipmyndir úr sigrinum gegn Heerenveen.
Athugasemdir