Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   sun 24. ágúst 2025 11:25
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 19. umferðar - Besti miðvörður deildarinnar
Lengjudeildin
Yann Emmanuel Affi er leikmaður umferðarinnar.
Yann Emmanuel Affi er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vilhjálmur Kaldal skoraði tvö mörk.
Vilhjálmur Kaldal skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Wöhler var maður leiksins í stórsigri Fylkis.
Eyþór Wöhler var maður leiksins í stórsigri Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Íshólm var maður leiksins í Breiðholtsslagnum.
Óli Íshólm var maður leiksins í Breiðholtsslagnum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þórsarar eru á sigurbraut og eru komnir á topp Lengjudeildarinnar eftir 3-1 sigur gegn Njarðvík í toppslag 19. umferðar. Njarðvíkingar hafa tapað tveimur leikjum í röð og eru komnir niður í þriðja sæti.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Yann Emmanuel Affi miðvörður Þórs var valinn maður leiksins í toppslagnum og því eðlilegt að hann sé leikmaður umferðarinnar. „Þvílíkur fengur fyrir Þór þessi leikmaður, besti miðvörður deildarinnar. Hef áður sagt það en segi aftur, maður sá þetta ekki í honum miðað við fyrstu leiki hans sem voru alls ekki góðir," skrifaði Sæbjörn Steinke í skýrslu um leikinn.



Sigurður Heiðar Höskuldsson er þjálfari umferðarinnar og þá er Sigfús Fannar Gunnarsson í sjötta sinn í liði umferðarinnar. Hann skoraði eitt og lagði upp annað í toppslagnum.

Þróttarar eru stigi frá toppsætinu (þess má geta að Þróttur og Þór munu mætast í lokaumferðinni) eftir 2-1 sigur gegn Selfossi. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson skoraði bæði mörk Þróttar og var maður leiksins. Selfoss er í fallsæti ásamt Fjölni.

HK er í fjórða sæti og styrkti stöðu sína með 5-1 útisigri gegn Fjölni. Dagur Ingi Axelsson var með tvö mörk og stoðsendingu, Karl Ágúst Karlsson skoraði fyrsta markið og var sífellt ógnandi og þá komst Þorsteinn Aron Antonsson einnig á blað.

Ólafur Íshólm Ólafsson markvörður Leiknis var maður leiksins í Breiðholtsslagnum þar sem Leiknir og ÍR skildu jöfn 1-1. ÍR-ingar eru nú í fimmta sætinu en Leiknir er stigi fyrir ofan fallsætin.

Keflavík er þremur stigum frá umspilssæti en liðið vann 7-2 sigur gegn Völsungi þar sem Muhamed Alghoul gerði Húsvíkingum lífið leitt. Hann skoraði tvö mörk og var sífellt ógnandi.

Þá eru Fylkismenn heldur betur vaknaðir og unnu annan 4-0 sigur sinn í röð. Eyþór Aron Wöhler og Halldór Jón Sigurður Þórðarson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Árbæinga sem eru stigi fyrir ofan fallsætin.

Fyrri úrvalslið:
19. umferð - Yann Emmanuel Affi (Þór)
18. umferð - Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór)
17. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Leiknir)
16. umferð - Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
15. umferð - Hrafn Tómasson (Þróttur)
14. umferð - Jakob Héðinn Róbertsson (Völsungur)
13. umferð - Einar Freyr Halldórsson (Þór)
12. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir