Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 12:02
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Sögulegur dagur hjá Everton - Guehi áfram í liði Palace
Grealish byrjar á þessum merkisdegi Everton-manna
Grealish byrjar á þessum merkisdegi Everton-manna
Mynd: Everton
Guehi er áfram í byrjunarliði Palace
Guehi er áfram í byrjunarliði Palace
Mynd: EPA
Tveir leikir í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fara fram klukkan 13:00 í dag.

Bikarmeistarar Crystal Palace taka á móti Nottingham Forest á Selhurst Park.

Palace missti besta mann sinn, Eberechi Eze, til Arsenal um helgina, og hefur ekki enn fundið mann í hans stað. Fyrirliðinn Marc Guehi, sem hefur verið orðaður við Liverpool, er áfram í byrjunarliðinu.

Oliver Glasner gerir tvær breytingar frá síðasta leik en þeir Tyrick Mitchell og Chris Richards koma inn fyrir Jefferson Lerma og Borna Sosa.

Nuno Espirito Santo er með óbreytt lið frá 3-1 sigrinum á Brentford.

Crystal Palace: Henderson, Munoz, Richards, Lacroix, Guehi, Mitchell, Wharton, Hughes, Sarr, Devenny, Mateta.

Nottingham Forest: Sels, Williams, Murillo, Milenkovic, Sangare, Aina Hudson-Odoi, Anderson, Gibbs-White, Ndoye, Wood.

Jack Grealish byrjar sinn fyrsta leik með Everton síðan hann kom á láni frá Manchester City. Þetta er mikill fagnaðardagur hjá þeim bláu sem munu spila sinn fyrsta heimaleik á nýjum leikvangi í Liverpool-borg.

David Moyes gerir tvær breytingar frá 1-0 tapinu gegn Leeds, en Beto og Carlos Alcaraz koma út og inn koma Grealish og Thierno Barry.

Fabian Hürzeler gerir aðeins eina breytingu frá 1-1 jafnteflinu gegn Fulham. Danny Welbeck kemur inn fyrir Georginio Rütter.

Everton: Pickford; O'Brien, Keane, Tarkowski, Garner; Iroegbunam, Gueye; Ndiaye, Dewsbury-Hall, Grealish; Barry.

Brighton: Verbruggen; Wieffer, Dunk, Van Hecke, De Cuyper; Baleba, Ayari; Minteh, O'Riley, Mitoma; Welbeck.
Athugasemdir