Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Anselmino og Chukwuemeka á leið til Dortmund
Chukwuemeka fer aftur til Dortmund
Chukwuemeka fer aftur til Dortmund
Mynd: EPA
Borussia Dortmund hefur náð samkomulagi við Chelsea um Carney Chukwuemeka og Aaron Anselmino.

Chukwuemeka er 21 árs gamall miðjumaður sem getur einnig spilað á vinstri vængnum.

Hann eyddi síðari hluta síðasta tímabil á láni hjá Dortmund og vildi þýska félagið endilega halda honum áfram.

Dortmund er að ganga frá pakkadíl við Chelsea, en það kaupir Chukwuemeka á 25 milljónir evra og mun enska félagið fá væna prósenu af endursöluvirði hans.

Argentínski varnarmaðurinn Aaron Anselmino fer þá til Dortmund á láni, en ekkert kaupákvæði verður í samningnum.

Leikmennirnir fara í læknisskoðun hjá Dortmund á morgun áður en þeir skrifa undir.
Athugasemdir
banner
banner