
,,Mikil vonbrigði og ekki bara að fá aðeins eitt stig heldur var spilamennskan yfir höfuð mikil vonbrigði," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við nýliða Þróttar í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í dag.
,,Þetta var langt frá því sem við höfum verið að spila í vetur og virkilega slakur dagur. Það er ekki langt síðan við fórum út á gras og við þurfum kannski að bíða eftir að vellirnir skáni en að er auðvelt afsökun að ætla að fara að setja það á vellina."
,,Mér fannst vinnuframlag leikmanna ekki til fyrirmyndar í dag. Við vorum ekki alveg að gera hlutina. Við vitum að þegar vorleikirnir eru þá þarf meiri baráttu, hugrekki og kraft því boltinn kemur til með að skoppa svolítið og það er fullt af lausum boltum. Mér fannst Þróttararnir grimmari en við í dag á lausum boltunum og gerðu okkur erfitt fyrir."
Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónvarpinu hér að ofan.