Villarreal var að kaupa Renato Veiga frá Chelsea fyrir 25 milljónir punda.
Veiga er 22 ára gamall Portúgali sem getur spilað flestar stöður í vörn og líka inn á miðsvæðinu.
Veiga er 22 ára gamall Portúgali sem getur spilað flestar stöður í vörn og líka inn á miðsvæðinu.
Hann var keyptur til Chelsea síðasta sumar frá Basel í Sviss fyrir 12 milljónir punda. Chelsea selur hann núna á miklum hagnaði þrátt fyrir að hann hafi verið í litlu sem engu hlutverki fyrir Lundúnafélagið.
Veiga byrjaði bara einn leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir Chelsea og spilaði alls 18 leiki fyrir félagið. Hann varði seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Juventus.
Chelsea er klárlega eitt besta félagið á Englandi í því að selja leikmenn og salan á Veiga er svo sannarlega dæmi um það.
Athugasemdir