„Við erum ánægðir með framlagið. Við fórum strax á mark andstæðingana og vorum að ógna," segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals. Liðið vann 1-0 útisigur á Víkingi í kvöld en sigurinn hefði vel getað orðið stærri.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 1 Valur
„Við þurfum að vera aðeins kaldari á síðasta þriðjungi og setja boltann í markið. Varnarleikurinn var fínn og mjög gott að halda hreinu meðan maður skorar bara eitt."
Valsmenn eiga í fjárhagserfiðleikum eins og fram hefur komið. „Við unnum mjög markvisst að því í félaginu að hreinsa út allar neikvæðar hugsanir," segir Kristján.
Er ekki erfitt að starfa í þeirri óvissu sem ríkir hjá Val? „Ég veit ekki hvort það sé óvissa, það er bara verið að vinna hörðum höndum að því að laga. Valur er bara þannig klúbbur að hann vill ekki vera með samninga sem hann getur ekki staðið við. Þess vegna er verið að gera þessa hluti," segir Kristján.
Viðtalið við hann má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.