Manchester City er búið að senda tvo bráðefnilega leikmenn út á lánssamningum.
Miðvörðurinn Vitor Reis, sem er 19 ára gamall, flytur til Spánar í eitt ár þar sem hann mun leika fyrir Girona, systurfélag Man City sem er einnig í eigu City Football Group.
Hann er brasilískur og þykir gríðarlega mikið efni. Man City keypti hann úr röðum Palmeiras í janúar fyrir um 30 milljónir punda.
Reis á leiki að baki fyrir U16 og U17 landslið Brasilíu og gerði flotta hluti hjá Palmeiras sem vöktu athygli frá njósnurum ýmissa stórvelda, en Man City tókst að klófesta leikmanninn.
Enski miðvörðurinn Max Alleyne, sem er 20 ára gamall, fer þá á láni í Championship deildina og framlengir um leið samninginn sinn við City til 2030. Hann er kominn til Watford á eins árs lánssamningi.
Alleyne hefur spilað 21 landsleik fyrir yngri landslið Englands.
City er ekki að reyna að selja þessa tvo leikmenn, heldur þróa þá á sem bestan máta til að búa þá undir framtíðina.
BENVINGUT VITOR REIS! ????
— Girona FC (@GironaFC) August 8, 2025
???? https://t.co/4rhNaxQFcr pic.twitter.com/x0FWr7dSLr
Athugasemdir