Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 15:40
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle bíður með að bjóða í Jackson
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Newcastle United hefur áhuga á Nicolas Jackson sem nýjum framherja ef Alexander Isak verður seldur til Liverpool fyrir gluggalok.

   08.08.2025 22:44
Nicolas Jackson biður um að ræða við önnur félög


PA greinir þó frá því að Newcastle ætli ekki að leggja fram tilboð í Jackson fyrr en viðræður um Isak eru komnar lengra.

Newcastle hafnaði 110 milljón punda tilboði frá Liverpool fyrr í sumar og er talið að félagið vilji fá 150 milljónir til að selja sænsku markavélina.

Samkvæmt frétt PA ætlar Newcastle ekki að hreyfa sig í leit sinni að arftaka fyrir Isak fyrr en nægilega gott tilboð berst í framherjann.

Isak er ekki að æfa með liðsfélögum sínum í Newcastle sem stendur þar sem hann fór fram á sölu frá félaginu. Það er ekki búist við að hann muni taka þátt í leikjum Newcastle í ágúst.

   09.08.2025 11:08
Howe: Getum ekki haft Isak í kringum liðið


Newcastle reyndi að kaupa Benjamin Sesko úr röðum RB Leipzig fyrr í mánuðinum en leikmaðurinn kaus að fara frekar til Manchester United.

24 ára Jackson vill skipta um félag vegna aukinnar samkeppni um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu hjá Chelsea eftir að félagið keypti Joao Pedro og Liam Delap inn í sumar.

Chelsea er reiðubúið til að selja hann fyrir rétt verð, en Jackson hefur verið að æfa einn síns liðs á undirbúningstímabilinu.

Jackson var ekki með í sigri í æfingaleik gegn Bayer Leverkusen á föstudaginn og er heldur ekki með í æfingaleik gegn AC Milan í dag.

Hann kom að 19 mörkum í 37 leikjum með Chelsea á síðustu leiktíð.

   09.08.2025 18:51
Howe: Ég vil vera með leikmenn sem vilja spila fyrir félagið

Athugasemdir
banner