Fasteignasalinn Guðmundur Þór Júlíusson var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Þar enduðu fimm leikir með jafntefli.
Adam Árni Róbertsson, sem er núna markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar, spáir í 18. umferðina sem hefst í dag.
Adam Árni Róbertsson, sem er núna markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar, spáir í 18. umferðina sem hefst í dag.
Vestri 0 - 2 Fram (14:00 í dag)
Frammarar sigla þessu öruggt 0-2. Vuk heldur áfram að skora og setur bæði, kominn aftur á skrið eftir að hafa upplifað versta sársauka lífsins, verður að teljast frábær bati. Sigurjón sér svo um að allt sé í topp málum í varnarleiknum og siglir hreinu laki heim.
KA 1 - 2 ÍBV (16:30 í dag)
ÍBV tekur þennan, skora snemma úr föstu leikatriði og svo bætir Óliver við í seinni. Dagur Ingi sólar svo tvo og setur hann í fjær og minnkar munin rétt fyrir leikslok. Ekkert vesen á eyjamönnum.
Víkingur 3 - 0 Stjarnan (19:15 í dag)
Víkingar taka þennan alltaf, Gylfi er komin í einhvern ham og mun þræða hann trekk í trekk inn á fremstu þrjá, Hansen setur tvö og Caulker fær hann svo leiðinlega í hnéð og inn.
Valur 3 - 2 Breiðablik (19:15 í dag)
Þetta verður geggjaður og opinn leikur, Jónatan Ingi verður til mikilla vandræða fyrir Blika og skorar og leggur upp. Blikar koma til baka og jafna 2-2 en Patrick Pedersen skorar sigurmarkið úr víti eftir að nafni minn Adam Páls keyrir inn í teyg og sækir víti, hann verður reyndar brjálaður að fá ekki að taka það en Hólmar nær að róa hann niður.
KR 3 - 1 Afturelding (19:15 á morgun)
KR ingar taka mikilvægan sigur á hemavelli og pinna þá rauðklæddu niður allan leikinn. KR er samt aldrei að fara halda hreinu og fá á sig eitt mark um miðjan seinni hálfleik. Ástbjörn mun vera góður í þessum leik og skora mark.
FH 1 - 1 ÍA (19:15 á morgun)
Siggi Hall á fjær í fyrri og svo Viktor Jóns á fjær í seinni, sanngjarnt jafntefli í annars bragðdaufum leik.
Fyrri spámenn:
Leifur Þorsteins (1 réttur)
Ási Haralds (5 réttir)
Eggert Aron (5 réttir)
Aron Guðmunds (4 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Eyþór Aron Wöhler (3 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Gummi Júl (2 réttir)
Valur Gunnars (2 réttir)
Hinrik Harðar (2 réttir)
Einar Jónsson (2 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)
Andrea Rut (1 réttur)
Kári Sigfússon (1 réttur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 17 | 10 | 4 | 3 | 44 - 23 | +21 | 34 |
2. Víkingur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 31 - 20 | +11 | 32 |
3. Breiðablik | 17 | 9 | 5 | 3 | 29 - 22 | +7 | 32 |
4. Fram | 17 | 7 | 4 | 6 | 26 - 22 | +4 | 25 |
5. Stjarnan | 17 | 7 | 4 | 6 | 30 - 28 | +2 | 25 |
6. Vestri | 17 | 7 | 2 | 8 | 16 - 15 | +1 | 23 |
7. ÍBV | 17 | 6 | 3 | 8 | 16 - 24 | -8 | 21 |
8. Afturelding | 17 | 5 | 5 | 7 | 20 - 25 | -5 | 20 |
9. FH | 17 | 5 | 4 | 8 | 28 - 25 | +3 | 19 |
10. KA | 17 | 5 | 4 | 8 | 17 - 32 | -15 | 19 |
11. KR | 17 | 4 | 5 | 8 | 37 - 40 | -3 | 17 |
12. ÍA | 17 | 5 | 1 | 11 | 18 - 36 | -18 | 16 |
Athugasemdir