Sky Sports greinir frá því að RB Leipzig hefur áhuga á að krækja í Christopher Nkunku aftur til sín úr röðum Chelsea.
Félögin hafa verið í viðræðum síðustu vikur varðandi möguleg félagaskipti Xavi Simons sem er spenntur fyrir að skipta yfir til Chelsea.
Viðræður á milli félaganna hafa ekki gengið nógu vel þar sem Chelsea þarf að selja leikmenn áður en fleiri eru keyptir inn, en Nkunku gæti verið lykillinn að félagaskiptunum.
Samkvæmt Sky er Leipzig spennt fyrir að semja um skipti á leikmönnum þar sem Simons færi til Chelsea og Nkunku hina leiðina aftur til Leipzig.
Simons og Nkunku eru báðir fjölhæfir sóknarleikmenn en Simons er næstum því tvöfalt verðmætari.
Athugasemdir