Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne með tvennu - Guerra fagnaði nýjum samningi
Mynd: Napoli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Félög víðs vegar um Evrópu eru að spila lokaleiki sína á undirbúningstímabilinu þessa dagana þar sem markmiðið er að koma leikmönnum í sem best stand fyrir upphafsflautið á nýrri leiktíð.

Lærisveinar Antonio Conte í liði Napoli virðast vera á góðri leið eftir tvo sigra á innan við 24 klukkustundum.

Napoli komst í þriggja marka forystu gegn Girona í gær þar sem Kevin De Bruyne skoraði tvennu, en lokatölur urðu 3-2 eftir heiðarlega tilraun Spánverjanna til endurkomu. Cristhian Stuani skoraði tvennu fyrir Girona skömmu fyrir leikhlé en hvorugu liði tókst að bæta við marki í síðari hálfleik.

Napoli mætti svo til leiks gegn Sorrento í morgun og vann þægilegan sigur. Lorenzo Lucca, nýr framherji Ítalíumeistaranna, komst á blað ásamt Scott McTominay, Romelu Lukaku og hinum efnilega Luis Hasa.

Atalanta gekk ekki jafn vel um helgina þar sem liðið tapaði óvænt 4-0 gegn Ísaki Bergmanni Jóhannessyni og félögum í Köln í gær og gerði svo sex marka jafntefli við Opatija frá Króatíu í morgun. Kamaldeen Sulemana, sem var keyptur úr röðum Southampton í sumar, skoraði fyrsta mark leiksins.

Javi Guerra fagnaði þá nýjum samningi við Valencia með tvennu í þægilegum sigri á Torino á meðan Bologna hafði betur í áhugaverðum slag gegn Stuttgart. Þar gerði varnarmaðurinn Martin Vitik, sem er nýkominn til Bologna frá Sparta Prag, eina mark leiksins.

RB Leipzig tapaði þá gegn Lens á meðan frönsku félögin Brest og Rennes gerðu jafntefli við ítölsku félögin Sassuolo og Genoa. Loïs Openda skoraði eina markið í tapliði Leipzig sem er að missa lykilmenn frá sér í sumar.

Öll helstu úrslit gærdagsins má sjá hér fyrir neðan.

Napoli 4 - 0 Sorrento
1-0 Lorenzo Lucca ('12)
2-0 Scott McTominay ('21)
3-0 Luis Hasa ('75)
4-0 Romelu Lukaku ('85)

Napoli 3 - 2 Girona
1-0 Giovanni Di Lorenzo ('5)
2-0 Kevin De Bruyne ('16)
3-0 Kevin De Bruyne ('23)
3-1 Cristhian Stuani ('34)
3-2 Cristhian Stuani ('42)

Atalanta 3 - 3 Opatija
1-0 Kamaldeen Sulemana ('23)
1-1 Rajan Zlibanovic ('29)
2-1 Ibrahim Sulemana ('34)
2-2 Rajan Zlibanovic ('45+1)
2-3 Goodness Ajayi ('49)
3-3 Lamar Samardzic ('70)

Valencia 3 - 0 Torino
1-0 Javi Guerra ('21)
2-0 Luis Rioja ('43)
3-0 Javi Guerra ('60)
Rautt spjald: Faustino Anjorin, Torino ('50)

Stuttgart 0 - 1 Bologna
0-1 Martin Vitik ('32)

Lens 2 - 1 RB Leipzig
1-0 Adrien Thomasson ('59)
2-0 Matthieu Udol ('64)
2-1 Lois Openda ('83)

Brest 1 - 1 Sassuolo

Rennes 2 - 2 Genoa

Hoffenheim 8 - 0 Metz

St. Pauli 1 - 0 Verona

Heidenheim 2 - 1 Parma

Freiburg 2 - 2 Osasuna

Union Berlin 0 - 1 Olympiakos

Werder Bremen 1 - 2 Udinese

Mainz 0 - 0 Strasbourg

Lyon 2 - 1 Getafe

Racing Santander 1 - 1 Cagliari

Deportivo La Coruna 2 - 0 Le Havre

Mallorca 2 - 0 Hamburger SV

Athugasemdir
banner
banner