Sunderland er búið að staðfesta félagaskipti vinstri bakvarðarins Arthur Masuaku til félagsins.
Masuaku kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við tyrkneska stórveldið Besiktas rann út í sumar.
Masuaku er 31 árs gamall og gerir tveggja ára samning við Sunderland sem er nýkomið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir átta ára fjarveru.
Masuaku býr yfir mikilli reynslu eftir sex ára dvöl hjá West Ham United. Á þeim tíma kom hann við sögu í 105 úrvalsdeildarleikjum.
Hann á 36 landsleiki að baki fyrir Austur-Kongó eftir að hafa leikið fyrir unglingalandslið Frakklands á táningsárunum.
Masuaku er tíundi leikmaðurinn sem nýliðar Sunderland fá til sín í sumar.
Hann var mikilvægur leikmaður í liði Besiktas en vildi snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og kaus því að semja ekki aftur við félagið. Besiktas er búið að krækja í David Jurásek úr röðum Benfica til að fylla í skarðið.
08.08.2025 13:30
Masuaku á leið aftur í ensku úrvalsdeildina
???? 'It's a top Club and i'm really happy to see Sunderland back in the Premier League.'
— Sunderland AFC (@SunderlandAFC) August 10, 2025
Watch Arthur Masuaku's first interview on Wearside! ????
Athugasemdir