Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Óttast að missa Rodri
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það styttist óðfluga í upphaf á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þar sem úrslitaleikurinn um Samfélagsskjöldinn fer fram í dag. Slúðrið er á sínum stað og fer að gerast meira spennandi með hverjum deginum sem líður í átt að gluggadegi um mánaðamótin. Slúðrið er tekið saman af BBC.



Manchester City óttast að missa Rodrigo, 29, frá sér þar sem miðjumaðurinn á enn eftir að taka ákvörðun um framtíðina. Rodri er með tvö ár eftir af samningi við félagið og hefur verið orðaður við Real Madrid. (AS)

Everton er áfram í viðræðum við Man City um félagaskipti fyrir Jack Grealish, 29. Everton þarf að greiða um 12 milljónir punda til að fá Grealish á láni. (Times)

Newcastle hefur sagt við Alexander Isak, 25, að hann verði ekki seldur í sumar, hann fái ekki að ganga til liðs við Liverpool. Newcastle er þegar búið að hafna 110 milljón punda tilboði frá Englandsmeisturunum. (Telegraph)

Newcastle er búið að ná samkomulagi við AC Milan um kaup á þýska miðverðinum Malick Thiaw, 24. Hann mun kosta úrvalsdeildarfélagið tæplega 35 milljónir punda. (Daily Mail)

AC Milan er í viðræðum um að fá Rasmus Höjlund á lánssamningi frá Manchester United en Daninn er staðráðinn í því að vera eftir á Englandi. Höjlund ætlar að sanna sig í úrvalsdeildinni, það er hans draumur. (Fabrizio Romano)

Liverpool leiðir kapphlaupið um miðvörðinn Marc Guéhi, 25, ef hann fær að yfirgefa Crystal Palace í sumar. (Telegraph)

Stjórnendur Liverpool og Palace munu funda eftir úrslitaleik Samfélagsskjaldarins í dag. Crystal Palace vill fá 45 milljónir punda fyrir Guéhi sem rennur út á samningi næsta sumar. (Daily Mail)

Chelsea ætlar að leggja meira púður í viðræður við Manchester United um kaup á Alejandro Garnacho, 21. (Athletic)

Dominic Calvert-Lewin, 28, er búinn að reka umboðsteymið sitt og ætlar að setjast sjálfur við samningaborðið hjá næstu vinnuveitendum. Hann er samningslaus eftir níu ár hjá Everton og vonast til að ganga í raðir Manchester United í sumar. (Sun)

Chelsea er enn í viðræðum við RB Leipzig um kaup á Xavi Simons, 22. (Sky Sports)

Brentford er í viðræðum við Bournemouth um kaup á Dango Ouattara, 23. (Sky Sports)

Sunderland er við það að landa varnarmanninum Omar Alderete, 28, frá Getafe fyrir 10 milljónir punda. (Sun)

Matthis Abline, 22 ára sóknarmaður Nantes, er eftirsóttur af Wolves, Eintracht Frankfurt og Paris FC. (Fabrizio Romano)

Al-Nassr er að undirbúa 30 milljón evru tilboð til að kaupa franska kantmanninn Kingsley Coman, 29, úr röðum FC Bayern. (Florian Plettenberg)

Milan, Inter og Liverpool berjast um 18 ára miðvörð sem leikur fyrir Parma. Sá heitir Giovanni Leoni. (Corriere dello Sport)
Athugasemdir
banner