Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 11:35
Ívan Guðjón Baldursson
Salah gagnrýnir UEFA fyrir að segja ekki alla söguna
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Egypski kóngurinn Mohamed Salah birti færslu á X í gær þar sem hann gagnrýnir evrópska fótboltasambandið, UEFA.

Færslan frá Salah er svar við færslu frá UEFA sem minntist Suleiman al-Obeid á föstudaginn.

Færsla UEFA segir einfaldlega: „Við kveðjum Suleiman al-Obeid, palestínska Pelé. Hæfileikaríkur fótboltamaður sem gaf ótal börnum von á myrkum tímum."

Suleiman al-Obeid lést fyrr í vikunni í árás ísraelska hersins á óbreytta palestínska borgara þegar þeir stóðu í röð að bíða eftir neyðarbirgðum. Hann lést 41 árs gamall, en hann er helst þekktur fyrir að spila 24 landsleiki fyrir þjóð sína og standa að baki öflugs fótboltastarfs fyrir börn í Palestínu.

Salah svaraði færslu UEFA með því að krefja fótboltasambandið um svör.

„Getið þið sagt okkur hvernig hann lést, hvar og hvers vegna?" segir í færslu frá Salah sem hefur fengið mjög mikil viðbrögð á samfélagsmiðlinum X.
Athugasemdir
banner