Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Juve reynir enn að landa Kolo Muani
Mynd: EPA
Juventus leiðir ennþá kapphlaupið um framherjann Randal Kolo Muani sem gerði flotta hluti á láni hjá félaginu á seinni hluta síðustu leiktíðar.

Kolo Muani er samningsbundinn PSG en er ekki í áformum Luis Enrique þjálfara. Þessi 26 ára gamli leikmaður kostaði PSG rúmlega 75 milljónir evra fyrir tveimur árum en Juve er að reyna að kaupa hann fyrir helminginn af því verði.

PSG er sagt vilja fá um 40 til 50 milljónir fyrir Kolo Muani sem hefur einnig verið orðaður við Newcastle, Chelsea og Tottenham síðustu daga.

Kolo Muani skoraði 8 mörk og gaf eina stoðsendingu í 16 leikjum með Juventus í Serie A. Hann er mjög spenntur fyrir að skipta yfir til Juve og vill frekar fara þangað heldur en í ensku úrvalsdeildina.

   30.07.2025 10:53
Vill frekar til Juventus en í ensku úrvalsdeildina

Athugasemdir
banner
banner