Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. júlí 2012 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Fabio Borini til Liverpool (Staðfest)
Fabio Borini við undirskriftina
Fabio Borini við undirskriftina
Mynd: Heimasíða Liverpool
Liverpool hefur fest kaup á ítalska sóknarmanninum Fabio Borini frá AS Roma, en þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.

Borini, sem er 21 árs gamall átti gott tímabil með AS Roma á Ítalíu, en hann skoraði tíu mörk á leiktíðinni og var valinn í ítalska landsliðið sem lék til úrslita á Evrópumótinu í Póllandi og Úkraínu.

Hann var áður á mála hjá Chelsea og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, en hann gerði frábæra hluti undir stjórn Brendan Rodgers hjá síðanefnda liðinu.

Borini hefur nú verið keyptur til Liverpool, en kaupverðið er talið nema um allt að 11 milljónir punda og hefur leikmaðurinn þegar samið um kaup og kjör ásamt því að standast læknisskoðun.

Hann sameinast því aftur með Rodgers, sem að tók við Liverpool eftir frábæran árangur með Swansea.

Borini er fyrsti leikmaðurinn sem Rodgers fær til Liverpool, en hann reyndi áður að fá íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson, sem valdi þó Tottenham Hotspur á endanum.
Athugasemdir
banner