Brasilíumaðurinn Roberto Carlos er á spítala að jafna sig eftir að hann þurfti á neyðaraðgerð að halda vegna hjartagalla, en hann er aðeins 52 ára gamall.
Carlos gerði garðinn frægan sem vinstri bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins en hann var atvinnumaður í fótbolta til fertugs. Hann reyndi einnig fyrir sér sem þjálfari en hefur ekki stýrt fótboltaliði í tíu ár. Hann fær í dag greidd laun sem sendiherra Real Madrid.
Carlos fór til læknis útaf blóðtappa í fæti en eftir sneiðmyndatöku kom í ljós alvarlegt hjartavandamál sem þurfti að framkvæma aðgerð á.
Aðgerðin á að vera einföld og taka 40 mínútur en hún tók þrjár klukkustundir í tilfelli Carlos, en heppnaðist vel.
Hann verður undir eftirliti á sjúkrahúsi næstu tvo sólarhringa.
Athugasemdir



