Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   mið 31. desember 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Solomon kallaður aftur til Tottenham - Fer til Ítalíu
Mynd: EPA
Ísraelski kantmaðurinn Manor Solomon snýr aftur til Tottenham í janúar en hann var á lánssamningi hjá Villarreal sem átti að gilda út tímabilið.

Solomon hefur ekki fengið mikinn spiltíma á lánsdvölinni á Spáni og verður lánaður í ítalska boltann í von um að fá fleiri tækifæri. Hann er á leið til Fiorentina þar sem hann verður liðsfélagi Alberts Guðmundssonar.

Fiorentina er að eiga hörmulegt tímabil og vermir botnsæti ítölsku deildarinnar, aðeins með einn sigur og níu stig eftir 17 umferðir.

Solomon fer til Fiorentina á lánssamningi með kaupmöguleika en hann er með tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Hann gerði flotta hluti á láni hjá Leeds í Championship deildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner