Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 01. nóvember 2013 12:00
Elvar Geir Magnússon
Doddi litli spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Doddi litli.
Doddi litli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Doddi segir Berbatov lélegan fyrirliða.
Doddi segir Berbatov lélegan fyrirliða.
Mynd: Getty Images
Gísli Marteinn stóð sig með miklum ágætum um síðustu helgi og nældi sér í sex rétta. Útvarpsmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli, fær það hlutverk að vera spámaðurinn þessa helgina.

Newcastle 1 - 0 Chelsea (12:45 á morgun)
Móri er alltaf swag fyrir góðum díl og gleymir sér í Sport Direct versluninni í Newcastle og drengirnir verða sem höfuðlaus her á vellinum og tapa óvænt.

Stoke 1 - 0 Southampton (15:00 á morgun)
Í gegnum tíðina hefur Southamton verið uppáhalds botnliðið mitt en eru nú fyrir ofan uppáhalds toppliðið mitt og ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Það er allt eitthvað mis svo ég vil fá þá niður fyrir Man U svo ég komi lífi mínu bara aftur á réttan kjöl, ég er bara ekki að höndla þetta. Langsótt en Stoke vinnur.

Man City 7 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Þetta verður GullaGullveisla, hann mun tárast af gleði í ljósbláu náttfötunum sínum þegar City kjöldregur fuglana.

Fulham 0 - 4 Man Utd (15:00 á morgun)
Ég er mikill Berba maður en verð að viðurkenna að hann er með lélegri fyrirliðum sem ég hef séð. Frábær hugmynd að fá hann í starfið! Fulham eru lélegri en meistararnir svo ég geri mér vonir um sigur. RVP og Januz tvö á mann.

West Ham 0 - 0 Aston Villa (15:00 á morgun)
West Ham skellir uppáhalds sambaplötunni sinni á fóninn inni í klefa og spila fótbolta fyrstu 20 mins, stóri Sam verður brjálaður og öskrar: MY WAY! MY WAY! Geir Ólalfs mætir í hálfleik, syngur My way og Hammrar rúlla sér í löðrandi sexy Samma bolta. Ekkert geris.

West Brom 1 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Lið sem vinnur Man U á Old Trafford og tapar svo 4-1 á Anfield er fáviti! En ég bara get ekki gefið Palace stig gegn neinum svo 1-0 er það eina sem ég á í stöðunni.

Hull 3 - 1 Sunderland (15:00 á morgun)
Þetta er leikur sem Bruce vinur minn mun elska að vinna... spútnikið hverfur ekki alveg strax af tígrunum og þeir taka þetta 3-1, Bruce með eitt.

Arsenal 0 - 0 Liverpool (17:30 á morgun)
Mér finnst bara ekkert gaman að pæla í þessum leik, bæði lið að spila glimrandi og mun betur en meistararnir svo ég segi bara.. svona rétt til að ná að pirra báða aðila 0-0 í leik án bragðefna.

Everton 0-4/1-1/2-0 Tottenham (13:30 á sunnudag)
Þetta verður flottur leikur og vonlaust að spá í hann. Ég segi, eins og í fyrra, Ef Gylfi spilar allan leikinn, 0-4. Ef hann spilar hálfleik, 1-1. Ef hann spilar ekkert, 2-0. Jebb ég er alveg hlutlaus

Cardiff 0 - 3 Swansea (16:00 á sunnudag)
Ég hef pínu verið að bíða eftir flugi Swana í haust og ég held að þeir taki flugið um helgina 0-3. Aron rautt! Rétt til að sýna hversu hlutlaus ég er

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 4 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner