Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   lau 05. september 2015 16:35
Alexander Freyr Tamimi
Hjörtur Hermanns: Erum með báða fætur á jörðinni
Hjörtur og félagar fagna einu marka sinna í dag.
Hjörtur og félagar fagna einu marka sinna í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson, varnarmaður íslenska U21 landsliðsins, var að vonum ánægður eftir frábæran 3-2 sigur gegn sterku liði Frakklands í undankeppni EM 2017 á Kópavogsvelli í dag.

Strákarnir okkar áttu frábæran leik og komust snemma yfir í kjölfar þess að vítaspyrna var dæmd og markvörður Frakklands fékk rautt. Þó að gestirnir hafi náð að jafna metin var íslenskur sigur alltaf líklegasta niðurstaðan og það hafðist.

Lestu um leikinn: Ísland U21 3 -  2 Frakkland U21

„Við erum bara í skýjunum en erum með báða fætur á jörðinni. Við vitum að það er spennandi leikur næst á móti Norður-Írum á Fylkisvelli. Við njótum sigursins í kvöld og síðan einblínum við á næsta leik," sagði Hjörtur við Fótbolta.net.

„Þeir eru með góða leikmenn en það erum við líka, við erum með frábært lið. Ég sagði við þig fyrir leik að ég hef ekki enn tapað á móti Frökkum og ég lofaði þér að ég ætlaði ekki að gera það í dag. Og ég sagði að ég ætlaði að gera enn betur, og það er það sem við gerðum, allir sem einn. Við gerðum þetta saman sem lið, þetta var ekki fallegt en þetta hafðist að lokum og þetta eru þrjú stigin sem telja."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner