Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
   þri 29. september 2015 15:20
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Leikmaður ársins 2015: Mér voru settir úrslitakostir
Emil Pálsson (FH/Fjölnir)
Emil Pálsson með viðurkenningu sína.
Emil Pálsson með viðurkenningu sína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar tímabilið byrjaði þá bjóst ég ekki við því að það myndi fara eins og það fór," segir Emil Pálsson, miðjumaður FH. Emil er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni 2015 að mati Fótbolta.net.

Í upphafi tímabils lék hann frábærlega á lánssamningi hjá Fjölni. Hann var svo kallaður aftur til baka í FH og lék lykilhlutverk hjá Fimleikafélaginu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég reiknaði bara með því að klára tímabilið með Fjölni en að koma aftur í FH og ná að stimpla mig svona inn, svo er bara bónus að vera valinn bestur. Mér leið vel í Grafarvogi og ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti þar, það hjálpaði mér mikið."

Emil viðurkennir að hafa óttast að fara í aukahlutverk hjá FH þegar hann var kallaður úr láni.

„Maður hugsaði um það en ég var alveg staðráðinn þegar ég kom aftur í FH að ég ætlaði að stimpla mig inn í liðið. Ég held að mér hafi tekist það ágætlega."

Emil er 22 ára og ekki ólíklegt að erlend félög sýni honum áhuga eftir tímabilið í sumar.

„Eins og staðan er núna er ég ekki búinn að hugsa út í það. Ég ætla bara að njóta þess að vera Íslandsmeistari. Ég er samningsbundinn FH næstu tvö árin. Það þyrfti að koma eitthvað verulega spennandi upp."

Emil hefur æft aukalega og fór í Crossfit síðasta vetur auk þess sem hann fór í einkaþjálfun hjá Böttum.

„Tímabilin mín hjá FH hafa verið upp og niður. Ég hef alltaf viljað meira og þjálfararnir líka. Mér voru settir úrslitakostir fyrir þetta tímabil og þurfti að stíga upp. Þú verður ekki góður ef þú ert alltaf í sama farinu og gerir allt eins, þú þarft fjölbreytileika," segir Emil sem átti í smá vandræðum með að finna stöðugleika í sína spilamennsku en það var ekki vandamálið þetta sumarið.

„Það er það sem ég Heimir (Guðjónsson) höfum reynt að vinna upp hjá mér síðustu ár. Hann hefur sagt við mig að ég þyrfti stöðugleika og ekki vera að rokka svona upp og niður. Ég tel að í sumar hafi mér tekist að finna stöðugleikann vel og ef eitthvað var farið upp á við eftir hvern einasta leik."

Sjá einnig:
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir
banner
banner