Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 29. september 2015 15:20
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Leikmaður ársins 2015: Mér voru settir úrslitakostir
Emil Pálsson (FH/Fjölnir)
Emil Pálsson með viðurkenningu sína.
Emil Pálsson með viðurkenningu sína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar tímabilið byrjaði þá bjóst ég ekki við því að það myndi fara eins og það fór," segir Emil Pálsson, miðjumaður FH. Emil er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni 2015 að mati Fótbolta.net.

Í upphafi tímabils lék hann frábærlega á lánssamningi hjá Fjölni. Hann var svo kallaður aftur til baka í FH og lék lykilhlutverk hjá Fimleikafélaginu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég reiknaði bara með því að klára tímabilið með Fjölni en að koma aftur í FH og ná að stimpla mig svona inn, svo er bara bónus að vera valinn bestur. Mér leið vel í Grafarvogi og ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti þar, það hjálpaði mér mikið."

Emil viðurkennir að hafa óttast að fara í aukahlutverk hjá FH þegar hann var kallaður úr láni.

„Maður hugsaði um það en ég var alveg staðráðinn þegar ég kom aftur í FH að ég ætlaði að stimpla mig inn í liðið. Ég held að mér hafi tekist það ágætlega."

Emil er 22 ára og ekki ólíklegt að erlend félög sýni honum áhuga eftir tímabilið í sumar.

„Eins og staðan er núna er ég ekki búinn að hugsa út í það. Ég ætla bara að njóta þess að vera Íslandsmeistari. Ég er samningsbundinn FH næstu tvö árin. Það þyrfti að koma eitthvað verulega spennandi upp."

Emil hefur æft aukalega og fór í Crossfit síðasta vetur auk þess sem hann fór í einkaþjálfun hjá Böttum.

„Tímabilin mín hjá FH hafa verið upp og niður. Ég hef alltaf viljað meira og þjálfararnir líka. Mér voru settir úrslitakostir fyrir þetta tímabil og þurfti að stíga upp. Þú verður ekki góður ef þú ert alltaf í sama farinu og gerir allt eins, þú þarft fjölbreytileika," segir Emil sem átti í smá vandræðum með að finna stöðugleika í sína spilamennsku en það var ekki vandamálið þetta sumarið.

„Það er það sem ég Heimir (Guðjónsson) höfum reynt að vinna upp hjá mér síðustu ár. Hann hefur sagt við mig að ég þyrfti stöðugleika og ekki vera að rokka svona upp og niður. Ég tel að í sumar hafi mér tekist að finna stöðugleikann vel og ef eitthvað var farið upp á við eftir hvern einasta leik."

Sjá einnig:
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir
banner
banner