
EM-Innkastið er hljóðvarpsþáttur sem Fótbolti.net sendir út frá Frakklandi á meðan EM er í gangi. Þátturinn er daglega á meðan Ísland er með á mótinu.
Ísland gerði jafntefli við Portúgal í sínum fyrsta leik á stórmóti, 1-1 urðu lokatölur í svakalegum leik. Nani kom Portúgal yfir en Birkir Bjarnason skoraði sögulegt mark og eitt stig í hús.
Innkastið er að þessu sinni tekið upp í fjölmiðlarútu um miðja nótt. Eftir að hafa unnið sína vinnu í Saint-Etienne var komið að því hjá íslenskum fjölmiðlamönnum að halda til Annecy þar sem þeir hafa bækistöðvar líkt og leikmenn.
Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Tómas Þór Þórðarson fengu sér sæti í miðri rútunni og gerðu upp þennan hressandi leik.
Sjá einnig:
Hlustaðu á EM-Innkastið gegnum Podcast-forrit
EM-Innkastið:
1. þáttur: Læti í Frakklandi
2. þáttur: Messi betri en Ronaldo
Athugasemdir