Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 01. maí 2017 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 5. sæti
Selfyssingar enduðu í 8. sæti í fyrra.
Selfyssingar enduðu í 8. sæti í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
James Mack kantmaður Selfyssinga.
James Mack kantmaður Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andy Pew er fyrirliði og klettur í vörninni.
Andy Pew er fyrirliði og klettur í vörninni.
Mynd: Raggi Óla
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Selfoss 159 stig
6. Leiknir R. 141 stig
7. Fram 124 stig
8. Haukar 120 stig
9. HK 93 stig
10. ÍR 54 stig
11. Leiknir F. 41 stig
12. Grótta 35 stig

5. Selfoss
Lokastaða í fyrra: 8. sæti í Inkasso-deildinni
Selfyssingar kvöddu falldrauginn í fyrra og enduðu örugglega í 8. sæti deildarinnar. Of mörg jafntefli komu í veg fyrir að liðið kæmist ofar en samtals gerði liðið tíu jafntefli. Í Borgunarbikarnum var gengi Selfyssinga frábært en þeir unnu meðal annars KR og fóru alla leið í undanúrslit.

Þjálfarinn: Gunnar Borgþórsson þjálfar Selfyssinga áfram í sumar. Gunnar tók við Selfyssingum um mitt sumar 2015 en það ár þjálfaði hann einnig kvennalið félagsins.

Styrkleikar: Öflugur varnarleikur var aðalsmerki Selfyssinga í fyrra með reynsluboltann hávaxna Andy Pew fremstan í broddi fylkingar. Selfoss fékk einungis 25 mörk á sig í fyrra. Liðið er vel skipulagt og getur ógnað vel úr föstum leikatriðum. Gunnar hefur náð að búa til öfluga liðsheild á Selfossi og leikmannahópurinn er nánast óbreyttur frá því á síðasta tímabili. Liðið kemur með gott sjálfstraust til leiks eftir gott gengi í Lengjubikarnum.

Veikleikar: Sóknarleikurinn var á köflum stirður á síðasta tímabili. Selfyssingar voru ekki með öflugan markaskorara í fyrra en þeir vonast til að Alfi Conteh Lacalle og Elvar Ingi Vignisson, Uxinn, lagi það. Breiddin í hópnum er ekki jafn mikil og hjá mörgum öðrum liðum sem er spáð í efri hluanum í sumar. Það gæti sett strik í reikninginn og Selfyssingar þurfa að vera heppnir þegar kemur að leikbönnum og meiðslum.

Lykilmenn: Andy Pew, James Mack og Þorsteinn Daníel Þorsteinsson.

Gaman að fylgjast með: Kristinn Sölvi Sigurgeirsson er ungur kantmaður sem spilaði alla leikina í Lengjubikarnum og skoraði glæsilegt mark gegn Fjölni. Er ennþá á elsta ári í öðrum flokki.

Komnir:
Alfi Conteh-Lacalle frá Noregi
Elvar Ingi Vignisson frá ÍBV
Guðjón Orri Sigurjónsson frá Stjörnunni
Hafþór Þrastarson frá Fram

Farnir:
Arnór Gauti Ragnarsson í Breiðablik (Var á láni)
Vignir Jóhannesson í FH

Fyrstu leikir Selfoss
5. maí Selfoss - ÍR
13. maí Þór – Selfoss
20. maí Selfoss - Grótta
Athugasemdir
banner
banner
banner