Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   sun 30. apríl 2017 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 6. sæti
Leiknir endaði í 7. sætinu í fyrra.
Leiknir endaði í 7. sætinu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Halldór Kristinn Halldórsson varnarmaður Leiknis.
Halldór Kristinn Halldórsson varnarmaður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Hlöðversson er á miðjunni.
Brynjar Hlöðversson er á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Leiknir R. 141 stig
7. Fram 124 stig
8. Haukar 120 stig
9. HK 93 stig
10. ÍR 54 stig
11. Leiknir F. 41 stig
12. Grótta 35 stig

6. Leiknir R.
Lokastaða í fyrra: 7. sæti í Inkasso-deildinni
Eftir fall úr Pepsi-deildinni árið 2015 þá náðu Leiknismenn ekki að blanda sér í toppbaráttuna í Inkasso-deildinni í fyrra. Fyrri umferðin var góð en í síðustu tíu leikjunum kom einungis einn sigur í hús og niðurstaðan varð 7. sæti.

Þjálfarinn: Kristófer Sigurgeirsson tók við stjórnartaumunum af Kristjáni Guðmundssyni síðastliðið haust. Kristófer hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki. Þar áður var Kristófer aðstoðarþjálfari hjá Fjölni auk þess sem hann þjálfaði Reyni Sandgerði í 2. deildinni.

Styrkleikar: Áfram er til staðar kjarni í liðinu sem hefur gengið í gegnum súrt og sætt með Breiðhyltingum og er til í að gera allt fyrir liðið. Leiknir er með marga stóra og stæðilega leikmenn og liðið ætti að vera áfram öflugt í föstum leikatriðum eins og undanfarin ár. Oft hefur myndast sérstök stemning í kringum Leiknisliðið og ef slíkt gerist í Breiðholti í sumar þá gæti liðið farið í efri hluta deildainnar.

Veikleikar: Leiknir skoraði innan við mark að meðaltali í leik í fyrra og enginn leikmaður liðsins skoraði meira en sex mörk. Framherjarnir þurfa að skila meira á þessu tímabili og mörkunum þarf að fjölga. Breiddin er ekki mikil í hópnum og lítið má út af bregða ef liðið ætlar að blanda sér í toppbaráttuna. Óttar Bjarni Gumundsson er horfinn á braut eftir að hafa verið lykilhlutverki í vörn Leiknis undanfarin ár en hann var einnig öflugur karakter innan liðsins.

Lykilmenn: Brynjar Hlöðversson, Halldór Kristinn Halldórsson og Ragnar Leósson.

Gaman að fylgjast með: Sævar Atli Magnússon, 16 ára, er efnilegur sóknarmaður sem kom aðeins við sögu í fyrra. Mun fá fleiri tækifæri í ár.

Komnir
Bjarki Aðalsteinsson frá Þór
Hrólfur Vilhjálmsson frá Erninum
Ísak Atli Kristjánsson frá Fjölni á láni
Ósvald Jarl Traustason frá Breiðabliki
Ragnar Leósson frá HK
Skúli Sigurz frá Breiðabliki á láni

Farnir:
Atli Arnarson í ÍBV
Eiríkur Ingi Magnússon í Augnablik
Fannar Þór Arnarsson
Kári Pétursson í Stjörnuna (Var á láni)
Kristján Pétur Þórarinsson í Þrótt Vogum
Óttar Bjarni Guðmundsson í Stjörnuna
Sindri Björnsson í Val (Var á láni)

Fyrstu leikir Leiknis R.
5. maí Leiknir R. - Keflavík
12. maí HK - Leiknir R.
20. maí Leiknir R. - Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner