Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hugarburðarbolti GW 10 Hver er hinn fullkomni fantasy leikmaður?
Enski boltinn - Klippingin bíður betri tíma
Kjaftæðið - Aron Sig og Matti Villa ræddu Enska, sumarið og ferilinn!
Útvarpsþátturinn - KR, Liverpool og Kjærnested
Kjaftæðið - Stóra uppgjörið úr Bestu með Viktori Unnari
Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
   mán 02. október 2017 23:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Býst við ærandi hávaða
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það verður 100% hávaði. Það er mjög gott að við spiluðum í Tyrklandi fyrir tveimur árum og það er gott að búa að þeirri reynslu. Það var ærandi hávaði í þeim leik og ég býst við svipuðu andrúmslofti núna," sagði Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaðurinn reyndi, í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Það er klárlega að fara að vera fullur völlur og allt stjörnuvitlaust."

Næsta föstudag er gríðarlega mikilvægur landsleikur Íslands gegn Tyrklandi ytra en leikurinn verður í Eskisehir. Ísland er í harðri baráttu um að komast á HM þegar tveir leikir eru eftir af riðlakeppninni. Ólafur þekkir tyrkneska boltann út í gegn enda leikmaður með Karabukspor í landinu.

Ólafur býst ekki við því að þeir íslensku stuðningsmenn sem ferðast í leikinn munu lenda í einhverjum vandræðum við völlinn en tyrkneskir fótboltaáhugamenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir.

„Auðvitað eru skemmd epli allstaðar en gæslan er orðin það góð að ég efast um að það verði eitthvað vesen. Maður veit aldrei, því miður eru ekki allir í lagi. Fólk ætti að geta farið rólegt til Eskisehir. Ég hef farið þangað með fjölskyldunni í helgarfrí, þetta er bara háskólaborg sem er frjálslynd og þægileg. Ég á von á því að fólk taki vel á moti Íslendingum í Eskisehir."

Þegar rætt var við Ólaf í útvarpsþættinum á laugardaginn var hann að búa sig undir leik gegn stórliði Galatasaray

„Það gefur manni auka „kick“ að spila svona leiki. Sérstaklega þegar maður er orðinn þetta gamall og sér kannski fyrir endann á atvinnumannaferlinum. Þetta eru leikirnir sem maður man best eftir," segir Ólafur sem er 34 ára.

„Gala, Besiktas og Fenerbahce stærstu leikirnir. Lið sem eiga harða stuðningsmenn um Tyrkland. Það eru öll blöð hérna full af fótbolta, 80-90% af umfjölluninni er í kringum þessi þrjú stærstu félög. Þegar það eru stórleikir fer allur dagurinn í umfjöllun, farið yfir gamlar viðureignir og söguna. Þetta er risastórt land, 75-80 milljóna manna land og áhuginn gríðarlegur."

Hlustaðu á viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner